Afþakka svifbraut á Esju

Mógilsá er við rætur Esju.
Mógilsá er við rætur Esju. mbl.is/RAX

Íbúa­sam­tök Kjal­ar­ness leggj­ast al­farið gegn því að Reykja­vík­ur­borg und­ir­riti samn­ing um leigu á lóðum í hlíðum Esju í tengsl­um við áætlan­ir fyr­ir­tæk­is­ins Esju­ferju ehf. um svif­braut á Esju.

Svif­braut­in er ekki í sam­ræmi við gild­andi skipu­lag og um­sagnaraðilar hjá rík­inu og Reykja­vík­ur­borg vara við fram­kvæmd­un­um. Íbúa­sam­tök­in gera einnig al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við stjórn­sýslu í tengsl­um við verk­efnið, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem þau hafa sent frá sér.

Svif­braut­inni er ætlað að ferja um 150.000 ferðamenn á ári upp á topp Esju, sem í skipu­lagi hef­ur verið skil­greind­ur með lítið úti­vist­arþol.

Um er að ræða þrjú 37–45 m há möst­ur sem munu sjást í 10–12 km fjar­lægð og nokk­ur minni þar á milli, 1.000–1.500 fm bygg­ingu á upp­hafs­stöð við Esjuræt­ur, 800–1.000 fm bygg­ingu við Rauðhól í miðri Esju í 467 m hæð yfir sjáv­ar­máli, veg þangað sem einnig mun sjást í 12 km fjar­lægð, 300–500 fm bygg­ingu uppi á toppi Esju í 900 m hæð, farþegakláf sem tek­ur allt að 80 farþega, efn­isþörf fram­kvæmda á bil­inu 10.000–17.000 rúm­metr­ar, beina rösk­un á trjá­gróðri sem fjar­lægja þarf á lóðunum, en kláf­ur­inn mun liggja við og yfir svæði þar sem nú þegar eru fjöl­farn­ir göngu­stíg­ar og skóg­ur­inn er hvað þétt­ast­ur.

Ekki gerður fyr­ir­vari um vilja íbú­anna

„Reykja­vík­ur­borg hef­ur að ósk einka­fyr­ir­tæk­is staðið í viðræðum við fjár­málaráðuneytið um milli­göngu um leigu á landi und­ir kláf og þjón­ustu­stöðvar í Esju, inn­an marka „Græna tref­ils­ins“. Lóðal­eigu­samn­ing­ur ligg­ur nú fyr­ir og stend­ur und­ir­rit­un af hálfu borg­ar­ráðs til á næst­unni.

Með samn­ingn­um er land tekið af Skóg­rækt rík­is­ins og leigt til Reykja­vík­ur­borg­ar. Í samn­ingn­um er gerður fyr­ir­vari um að fram­kvæmd­in stand­ist um­hverf­is­mat og að skipu­lags­breyt­ing­ar verði gerðar.

Hins veg­ar er ekki gerður fyr­ir­vari um vilja íbúa Reykja­vík­ur, þrátt fyr­ir að um­sagnaraðilar (m.a. um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, hverf­is­ráð Kjal­ar­ness og Skipu­lags­stofn­un) hafi bent á að skoða þurfi mjög gaum­gæfi­lega þau sam­fé­lags­legu áhrif sem mikl­ar ásýnd­ar­breyt­ing­ar á Esj­unni gætu haft í för með sér og að þörf sé á heil­steyptri og fag­legri umræðu um heild­ar­skipu­lag og hlut­verk svæðis­ins í sam­ráði við hags­munaaðila og al­menn­ing. Þá er bent á að hætta á slys­um og meng­un verði að telj­ast all­veru­leg,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Íbúa­sam­tök­um Kjal­ar­ness.

Í ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um um­hverf­is­mats­skyldu (mat sem eig­end­ur Esju­ferju ehf. munu fram­kvæma) seg­ir m.a. ljóst að tölu­vert ónæði muni skap­ast af starf­semi svif­braut­ar á Esju, sér­stak­lega sjón­meng­un.

Óaft­ur­kræft jarðrask verði á all­mörg­um stöðum í kring­um möst­ur, þjón­ustu­stöðvar og bíla­stæði, auk þess sem ásýnd svæðis­ins muni breyt­ast bæði í ná­lægð og fjar­lægð.

Þá þurfi að kanna hver verði nei­kvæð áhrif á upp­lif­un þeirra sem nú ganga á Esju og hvort svif­braut­in gæti dregið úr áhuga fólks á að ganga fjallið.

Vilja frek­ar auka mögu­leika til úti­vist­ar

„Ef til stend­ur að gera skipu­lags­breyt­ing­ar til þess að fara í upp­bygg­ingu svæðis­ins við Mó­gilsá telja Íbúa­sam­tök Kjal­ar­ness nauðsyn­legt að efna fyrst til umræðu um aukna mögu­leika borg­ar­búa og annarra til úti­vist­ar á og við fjallið og í fram­hald­inu til íbúa­kosn­ing­ar um málið. Skoða verði fjöl­breytt­ar hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu svæðis­ins í sátt við nátt­úr­una og í sam­ráði við nærsam­fé­lagið og hags­munaaðila, s.s. íbúa í næsta ná­grenni við Mó­gilsá, at­vinnu­rek­end­ur á staðnum og aðra íbúa borg­ar­inn­ar.

Fyrr er ekki tíma­bært að Reykja­vík­ur­borg und­ir­riti sam­komu­lag um leigu á landi af rík­inu að ósk einka­fyr­ir­tæk­is.

Íbúar í Kollaf­irði óskuðu í fe­brú­ar sl. eft­ir upp­lýs­inga­fundi hjá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur áður en lóðal­eigu­samn­ing­ur yrði und­ir­ritaður. Sá fund­ur hef­ur enn ekki verið hald­inn og var send kæra til umboðsmanns borg­ar­búa 2. júní vegna þess drátt­ar sem orðið hef­ur á fundi,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka