Djasshátíð sett við seiðandi tóna

Djasshátíð Reykjavíkur var sett í Hörpu nú í kvöld í 27. skipti. Setningarathöfnin var færð og höfð innandyra í Hörpu en til stóð að hafa göngu frá Hlemmi að Hörpu.

Sannkölluð karnivalstemning ríkti á opnuninni á hátíðinni sem stendur fram á sunnudag. Flestir viðburðirnir verða í Hörpu. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Einar Scheving, Pascal Schumacher, Annes og Bobo Stenson Trio.

Í meðfylgjandi myndasyrpu má sjá stemninguna sem ríkti við setningu hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert