Sumarið er „alls ekki búið“

Úrkomuspá klukkan 8 í fyrramálið. Búast má við mikilli vætu …
Úrkomuspá klukkan 8 í fyrramálið. Búast má við mikilli vætu yfir landinu næstu daga, en Teitur segir það ekki merki um að sumarið sé búið. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Allt tal um að sum­arið sé búið er al­gjör­lega ótíma­bært. Það er alls ekki búið – ág­úst er klár­lega sum­ar­mánuður,“ seg­ir Teit­ur Ara­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hann hvort kald­ara loft og skort­ur á sól­ar­geisl­um sé merki um að sum­arið sé að klár­ast.

„Það get­ur verið að það séu viðbrigði fyr­ir fólk að fá vætu og sjá ekki sól­ina eins mikið og hef­ur verið. En þótt það komi rign­ing þýðir það ekki að sum­arið sé búið,“ seg­ir hann.

Þung­búið veður í vik­unni

Von er á þung­búnu veðri og mik­illi vætu í vik­unni, en að sögn Teits er þó að koma hlýtt loft yfir landið. „Þetta er mjög sum­ar­leg lægð að því leyti að vind­ur­inn í henni nær sér ekk­ert á strik. Þetta er í mesta lagi strekk­ing­ur en ef þetta væri haust­lægð vær­um við að tala um storm,“ seg­ir hann og bæt­ir við að í vik­unni muni vind­ur hugs­an­lega gægj­ast rétt upp fyr­ir 10 metra á sek­úndu.

Að sögn Teits er um mjög rakaþrungið loft að ræða, og má gera ráð fyr­ir þung­bún­um degi á morg­un. „Þetta er meiri rign­ing en í sum­ar­lægðum og hún verður sunn­an- og vest­an­lands í kvöld og nótt en fær­ir sig svo yfir í aðra lands­hluta.“

Úrkomu­spá 10.–16. ág­úst:

Lægðin sem kem­ur með þetta hlýja en raka loft mun setj­ast yfir landið og hanga hér eitt­hvað áfram að sögn Teits. „Það verður frek­ar þung­búið á fimmtu­dag og föstu­dag en svo rof­ar aðeins til um helg­ina svo það verður mein­laust veður. Á sunnu­dag og mánu­dag kem­ur svo vænt­an­lega önn­ur gusa af hlýju lofti úr sunna­nátt.“

Í kjöl­farið megi gera ráð fyr­ir rign­ingu, sér­stak­lega sunn­an­meg­in á land­inu og jafn­vel sé út­lit fyr­ir mikla rign­ingu á Suðaust­ur­landi. „Hins veg­ar ger­ir spá­in ráð fyr­ir að það hegði sér öðru­vísi,“ seg­ir Teit­ur. „Þá komi sunna­nátt sem blæs yfir allt landið og þegar mesta úr­kom­an er búin að skila sér taki við sunna­nátt­ar­kafli þar sem get­ur orðið mjög hlýtt og jafn­vel sól­ríkt fyr­ir norðan í næstu viku. Sem hef­ur svo­lítið vantað í sum­ar.“

Vinda­spá 10.–16. ág­úst:

Teit­ur seg­ir sum­arið hingað til hafa í gróf­um drátt­um verið þannig að veður hafi batnað mikið á land­inu seint í maí og við hafi tekið þurr og bjart­ur kafli í þrjár vik­ur, eða langt fram í júní. Síðan þá hafi legið í aust­an- og norðaustanátt­um sem þýði að það sé þung­bún­ara og blaut­ara fyr­ir norðan og aust­an en hvað þurr­ast og sól­rík­ast á Suður- og Vest­ur­landi.

„Það hafa samt ekki verið jafn­hrein­ar lín­ur og í fyrra­sum­ar. Þá var með ein­dæm­um þrálátt hvað það var þung­búið fyr­ir norðan og aust­an. Þetta hef­ur ekki verið eins og þá, þar sem það hafa al­veg komið góðir dag­ar inn á milli.“

Besta veðrið í sum­ar hafi verið frá því í lok júní og nán­ast all­an júlí á Suður- og Vest­ur­landi. „En við höf­um ekki enn náð 25 stiga hita. Það hef­ur raun­ar ekki gerst síðan 2013 en við von­um nú að það verði ekki enn eitt sum­arið sem líður án þess. Það get­ur al­veg gerst enn þá,“ seg­ir Teit­ur og bend­ir á að í fyrra hafi mesti hit­inn mælst í sept­em­ber.

Rign­ing­in sem gera má ráð fyr­ir á næstu dög­um sé hins veg­ar ekki svo slæm, sér­stak­lega fyr­ir gróður­inn. „Það er ekki nógu gott að hafa alltaf sól og þurrk. Þetta þarf allt að vera í bland,“ seg­ir Teit­ur að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert