Gómsætur Guðni forseti á ísdegi

Á góðviðrisdögum þykir fullorðnum jafnt sem börnum gott að gæða …
Á góðviðrisdögum þykir fullorðnum jafnt sem börnum gott að gæða sér á ís. Hefð er fyrir því á árlegum Ísdegi Kjörís að bjóða upp á óvenjulegar tegundir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að vanda mun Kjörís bjóða öllum til ísveislu á Blómstrandi dögum næstkomandi laugardag. „Þetta er í tíunda sinn sem Ísdagur Kjörís er haldinn og eins og undanfarin ár verður eitthvað fyrir alla og endalaus ís í boði frá kl. 13-16. Rétt er að minna á að frystikistur verða út um allan bæ eins og undanfarin ár og hvetjum við gesti til að koma við á planinu hjá okkur en fá sér síðan göngutúr um bæinn okkar og gæða sér á ís á hinum ýmsu stöðum,“ er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöríss í grein í Morgunblaðinu í dag.

Starfsmenn Kjöríss hafa verið að undirbúa sig síðustu mánuði og nú verða spennandi tegundir í boði. „Þar sem þetta er ár mikilla forsetakosninga höfum við ákveðið að vera með forsetaþema. Við munum bjóða upp á Guðna forseta og svo Hillaryís og Trumpís og þar vísum við til forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Auk þess verðum við með ís úr geitamjólk, reyktan ís og Flensuís, sem er svona fyrirbyggjandi fullur af hollustu,“ segir Guðrún. Nefnir einnig ís blandaðan kleinuhringjum sem vöruþróunarfólk fyrirtæksins hefur unnið með að undanförnu og útkoman virðist ætla að verða alveg ljómandi góð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert