Hefja djúpborun á Reykjanesi síðar í þessum mánuði

Til stendur að hefja djúpborun á Reykjanesi síðar í þessum …
Til stendur að hefja djúpborun á Reykjanesi síðar í þessum mánuði. Reykjanes Geopark/Olgeir Andrésson

Til stendur að hefja djúpborun á Reykjanesi síðar í þessum mánuði, en búið er að koma fyrir afar öflugum jarðbor á svæðinu og verður boruð allt að fimm kílómetra djúp háhitahola. Segir frá þessu á síðu ThinkGeoEnergy.

Greint var frá því í apríl síðastliðnum að HS Orka og Jarðboranir hf. hefðu undirritað samning um verkið og er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. Er stefnt að því að holan verði dýpsta og heitasta vinnsluhola jarðvarma á Íslandi, með allt að 500 gráða hitastigi. Til verksins munu Jarðboranir nota stærsta bor landsins og nefnist sá Þór.

HS Orka leggur til verksins holu 15 á Reykjanesi, sem er 2,5 kílómetra djúp, og er ætlunin að dýpka hana í allt að fimm kílómetra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert