Berst við krabba og kerfið sem meinar henni að giftast indversku ástinni sinni

Ragnheiður Guðmundsdóttir ætlar ekki að gefast upp þótt móti blási. …
Ragnheiður Guðmundsdóttir ætlar ekki að gefast upp þótt móti blási. Hún vonast til að sýslumaður leyfi henni að giftast ástinni sinni svo hann fái að vera hjá henni. mbl.is/Ásdís

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur synjað Ragnheiði Guðmundsdóttur, rúmlega þrítugri konu sem berst við fjórða stigs lífhimnukrabbamein, um leyfi til að fá að giftast indverskum unnusta sínum, Raví Rawat. Synjunin er byggð á þeim grundvelli að gögn frá Indlandi séu ófullnægjandi en þau gögn eru viðurkennd á Indlandi og stimpluð af indverska sendiráðinu á Íslandi. Niðurstaðan var kærð í vor og eftir langa bið kom loks svar við kærunni á föstudag. Beiðninni var synjað í annað sinn.

Raví þarf að yfirgefa landið í lok ágúst. Hann er aðeins með tímabundið atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun, sem þau hafa reynt að breyta á þeim forsendum að hann sé sérfræðingur á sínu sviði, en Raví er fjalla- og flúðaleiðsögumaður. Þeirri beiðni hefur verið synjað.

Ítarlega er rætt við Ragnheiði og Raví í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert