Braut skilti hjá mótmælanda

Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ung kona sem vildi sýna flóttafólki og hælisleitendum samstöðu á Austurvelli í dag braut skilti sem einn af meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar hélt á.

Lögreglan kom á vettvang en ekki kom til neinna átaka.  

„Ég tók þetta skilti og braut það. Þetta átti að vera táknrænt hjá gamla manninum. Þessi með krossinn á hnakkanum kom og byrjaði að hóta mér. Hann átti ekkert þetta skilti. Gæinn sem átti skiltið fór bara að hlæja og gerði ekkert meira mál úr þessu,“ segir Vigdís Ósk Howser Harðardóttir.

Frétt mbl.is: Ólíkar fylkingar á Austurvelli

Hún bætir við að meðlimur Íslensku þjóðfylkingarinnar hafi hótað ofbeldi og því að eyðileggja síma. „Þeim finnst bara skrítið að ég hafi eyðilagt skiltið en þeim er samt drullusama um fjórar milljónir flóttamanna,“ segir hún.  

Ofbauð þér mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar? „Þetta fer algjörlega yfir mörkin mín, enda er þetta ógeðslegt. Það hefur aldrei verið eins stórt stríð í sögu mannkynsins og þau eru bara að gera grín að þessu. Ég verð bara klökk af þessu.“

Uppfært: Karlmaður sem sagður er hafa haft í hótunum við Vigdísi vísar því á bug. Hann hafi aðeins verið að koma gamla manninum til aðstoðar Sjá: „Er enn í hálfgerðu áfalli“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert