Hætta að fylgja forseta út á völl

Guðni Th. Jóhannesson forseti ásamt Elizu Reid, konu sinni, á …
Guðni Th. Jóhannesson forseti ásamt Elizu Reid, konu sinni, á svölum Alþingishússins. mbl.is/Júlíus

Að ósk forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, hefur verið ákveðið að leggja af þá venju að einn af handhöfum forsetavalds fylgi forseta til og frá Keflavíkurflugvelli þegar hann fer utan í embættiserindum.

Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, um fylgd forseta Íslands til og frá Keflavíkurflugvelli.

Einnig kemur fram í svarinu að árið 2012 hafi forseta verið fylgt í þrettán skipti, árið 2013 í fjórtán skipti, árið 2014 í sex skipti og árið 2015 í tólf skipti.

Er jafnframt tekið fram að handhafar forsetavalds hafi ekki fengið greitt sérstaklega fyrir fylgdina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert