Vill auka völd hverfanna

Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Styrmir Kári

Borgarfulltrúum fjölgar um átta, úr 15 í 23, frá og með vori 2018, samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá 2011.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur að nýta eigi tækifærið og binda kosningu ákveðins fjölda borgarfulltrúa við hverfin í borgarstjórnarkosningum í þeim tilgangi að auka áhrif íbúanna á ákvarðanatöku og stytta enn frekar boðleiðir milli kjörinna borgarfulltrúa og íbúanna.

„Mér finnst full ástæða að gera eins og víða er gert erlendis, nú þegar verið er að bæta við átta fulltrúum. Af hverju á Grafarvogur ekki að eiga sinn borgarfulltrúa og Breiðholt sinn, og svo framvegis? Það eru til svona dæmi erlendis og mér finnst að við eigum að skoða þau og ræða,“ segir Halldór í samtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka