Dregið úr höftum á heimili og fyrirtæki

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson …
Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra á fundinum í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ríkisstjórnarflokkarnir leggja á morgun fyrir þingið frumvarp sem dregur úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Frá þessu greindu þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins rétt í þessu.

Á fundinum sagði Bjarni að frumvarpið hefði farið fyrir ríkisstjórn í morgun auk þess sem það hefði verið kynnt þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna og kynnt stjórnarandstöðuflokkunum á samráðsfundi í dag.

Hann sagði að með frumvarpinu væri veigamikið skref stigið í átt að fullri losun fjármagnshafta og málið hefði verið undirbúið í samráði við utanaðkomandi aðila, m.a. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sagði Bjarni að yrði frumvarpið að lögum yrðu allt að tveir þriðju þeirra undanþágubeiðna sem Seðlabanki Íslands hefði haft til meðferðar óþarfir.

Dregið verður úr skilaskyldu á gjaldeyri að sögn Bjarna en þó verður skilaskyldan ekki lögð alveg af þar sem ekki verði hjá því komist að byggja það regluverk sem eftir stendur á skilaskyldunni.

Nánar verður fjallað um fundinn hér á mbl.is eftir því sem frekari upplýsingar um frumvarpið berast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert