Færir ástandið til eðlilegs horfs

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundinum þar sem frumvarpið var kynnt.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundinum þar sem frumvarpið var kynnt. mbl.is/Golli

Skrefið sem stigið verður með nýju frum­varpi um frek­ari los­un hafta fær­ir ástandið aft­ur til eðli­legs horfs. Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. Hann seg­ir breyt­ing­arn­ar ekki verða mikl­ar fyr­ir hina venju­legu fjöl­skyldu enda hafi vöru- og þjón­ustu­viðskipti verið frjáls þrátt fyr­ir gjald­eyr­is­höft­in.

Hann seg­ir þó að fjöl­skyld­ur í land­inu komi til með að finna fyr­ir áhrif­un­um að því marki sem þær hafa rekið sig á höft­in, s.s. þegar milli­fært er inn­an fjöl­skyldna á milli landa, á ferðalög­um eða vegna kaupa á or­lofs­hús­um er­lend­is. „Hér er veru­lega verið að rýmka heim­ild­ir fyr­ir fjöl­skyld­ur á sama tíma og önn­ur stór skref eru stig­in fyr­ir at­vinnu­lífið,“ seg­ir hann.

Á kynn­ing­unni í kvöld kom fram að heim­ild­ir Seðlabanka Íslands til upp­lýs­inga­öfl­un­ar verði aukn­ar svo hann geti stuðlað að verðlags- og fjár­mála­stöðug­leika í sam­ræmi við hlut­verk hans. Spurður út í þess­ar heim­ild­ir seg­ir Bjarni það vera sjálf­sagðan hlut að þingið fari vel ofan í heim­ild­ir Seðlabank­ans líkt og annarra eft­ir­litsaðila al­mennt. 

„En þarna er til­gang­ur­inn að við höf­um yf­ir­sýn yfir gjald­eyr­isáhætt­una,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að fyr­ir fjár­mála­hrunið 2008 hafi gjald­eyr­isáhætta lands­ins ekki verið nægi­lega skýr og með aukn­um heim­ild­um Seðlabank­ans sé verið að fyr­ir­byggja að slíkt end­ur­taki sig.

Um stjórn­tæk­in sem Seðlabank­inn hef­ur til að draga úr frjálsu fjár­magns­inn­flæði til lands­ins sagði Bjarni að það beri að líta á stjórn­tæk­in sem þjóðhags­varúðar­tæki frek­ar en höft fyr­ir eðli­lega fjár­magns­inn­flutn­inga. Standi vilji til að draga úr sveifl­um í hag­kerf­inu þurfi að treysta á slík tæki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert