Ögmundur vill launaþak hjá ríkinu

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður Vinstri grænna, hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu fyr­ir Alþingi þess efn­is að hæstu föstu launa­greiðslur rík­is­ins verði þris­var sinn­um hærri en lág­marks­laun.

Í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni er kveðið á um að fjár­málaráðuneyt­inu og und­ir­stofn­un­um þess verði falið að tryggja að samið verði með þess­um hætti við gerð kjara­samn­inga.

„Ákjós­an­leg­ast væri að launa­bilið yrði tals­vert minna en nem­ur þreföld­um mun en með þeirri launa­stefnu sem í til­lögu þess­ari felst yrði engu að síður dregið veru­lega úr kjaram­is­rétt­inu,“ seg­ir í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni. „Í stað þess að beðið sé eft­ir því að gengið hafi verið frá samn­ing­um lág­launa­manns­ins svo smyrja megi á kjör há­tekju­fólks­ins þá verður byggð inn í kerfið eins kon­ar varn­ar­vísi­tala fyr­ir lægstu laun­in nái til­lag­an fram að ganga.“

Í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að kjör hinna hæstu verði fyrst ákveðin og að því búnu verði gengið frá al­menn­um kjara­samn­ing­um, „ella kæmi til kasta sjálf­virkr­ar vísi­tölu sem kalla mætti varn­ar­vísi­tölu lág­tekju­fólks.“

Horf­ir einnig til al­menna vinnu­markaðar­ins

Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki aðeins átt við sjálf­an launataxt­ann held­ur einnig aðrar fast­ar greiðslur, þ.e. álag og fríðindi sem flokka má til ávinn­ings. „Enda þótt launa­bilið hjá hinu op­in­bera sé óá­sætt­an­lega mikið, þá er það rang­læti smá­vægi­legt miðað við al­menna markaðinn þar sem sjálf­töku­menn skammta sér í mánaðar­tekj­ur jafn­vel marg­föld árs­laun verka­fólks. Með lög­gjöf verður þetta varla lagað en for­dæmi al­mannaþjón­ust­unn­ar gæti orðið siðferðileg­ur veg­vís­ir,“ seg­ir í þings­álykt­un­ar­til­lögu Ögmund­ar.

„Þá má ætla að samn­inga­menn reyndu að koma ákvæðum um varn­ar­vísi­tölu lág­tekju­fólks inn í kjara­samn­inga á al­menna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltals­laun stjórn­ar Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Án ör­ygg­is­tappa af þessu tagi yrði víðtækt hand­járnað sam­flot á launa­markaði alltaf á for­send­um há­tekju­fólks­ins, enda mik­ill ákafi þar á bæ að koma slíku fyr­ir­komu­lagi á. Síðan kæmu há­tekju­skatt­ar til sög­unn­ar til að draga úr grófasta mis­rétt­inu sem út af stæði,“ seg­ir í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka