Reynir að hitta palestínskan fanga

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Eggert

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður Vinstri grænna, er nú á ferð í Ísra­el og Palestínu ásamt þrem­ur öðrum þing­mönn­um, tveim­ur Írum og Grikkja, að beiðni palestínskra mann­rétt­inda­sam­taka sem beita sér gegn fang­els­un­um án dóms og laga.

„Menn eru að kalla eft­ir stuðningi frá alþjóðasam­fé­lag­inu og þá einkum við and­ófið gegn fang­els­un án dóms.“

Ögmund­ur kom á svæðið á sunnu­dags­kvöld og held­ur heim á morg­un, en þing­menn­irn­ir hafa farið þess á leit að heim­sækja palestínska fang­ann Bilal Kayed, sem er á 63. degi mót­mæla­svelt­is, en Kayed átti að vera sleppt um miðjan júní, eft­ir að hafa afplánað rúm­lega fjór­tán ára fang­els­is­dóm.

Mót­mæla­svelti Kayed hef­ur orðið til þess að fleiri fang­ar svelta sig nú er og er þetta stórt mál inn­an palestínska sam­fé­lags­ins að sögn Ögmund­ar, en á vefsíðu sinni seg­ir hann um 750 Palestínu­mönn­um vera haldið í ísra­elsk­um fang­els­um án dóms, þar á meðal börn­um og ung­ling­um.

Þing­menn­irn­ir hafa enn ekki fengið svar við ósk sinni um að hitta Kayed og seg­ist Ögmund­ur ekki bjart­sýnn á að það muni ger­ast. „Við vilj­um fá form­legt svar, ella mun­um við senda frá okk­ur yf­ir­lýs­ingu áður en við för­um, en við erum enn að reyna að þrýsta á að fá að heim­sækja hann á fang­els­is­sjúkra­húsið, þar sem hann er hlekkjaður við rúm sitt.“

Spurður hvers vegna fjór­menn­ing­arn­ir séu nú stadd­ir í Palestínu, en ekki aðrir þing­menn, svar­ar Ögmund­ur: „Við erum fólkið sem svaraði kall­inu. Ég trúi því að þessu kalli sé beint til okk­ar, því við höf­um öll sýnt áhuga á þess­ari mann­rétt­inda­bar­áttu í Palestínu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka