SV-hornið alveg lokað

Reykjavíkurflugvöllur. Neyðarflugbrautin er mikilvæg.
Reykjavíkurflugvöllur. Neyðarflugbrautin er mikilvæg. mbl.is/RAX

„Við horfum til næsta vetrar með hryllingi,“ segir Þorkell Á. Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, sem annast sjúkraflugið í landinu. Isavia lokaði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, neyðarbrautinni svokölluðu, um miðjan júlí.

Nú er von á fyrstu haustlægðunum og flugskilyrði geta farið versnandi. Í mjög stífri suðvestanátt er neyðarbrautin sú eina á suðvesturhorni landsins þar sem flugvélar Mýflugs geta lent. „Suðvesturhorn landsins verður þá alveg lokað fyrir okkur, það er engin braut í Keflavík í þessari stefnu,“ segir Þorkell í samtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Annaðhvort höfum við þessa braut eða sjúklingurinn kemst ekki undir læknishendur á Landspítalanum, hvort sem um er að ræða slys, hjartaáfall, heilablóðfall eða nýbura í andnauð eða í súrefniskassa. Þá verður að gera það sem hægt er í heimabyggð, í heilsugæslunni á hverjum stað,“ segir Þorkell.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka