Barnið er fundið

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Bifreiðin sem lýst var eftir fannst rétt í þessu. Barnið var í bifreiðinni og er komið til móður.

Lög­regl­an lýs­ti eft­ir stol­inni bif­reið en fram kom í til­kynn­ingu frá lög­reglu að tveggja ára gam­alt barn væri í bif­reiðinni.

„Rétt í þessu, kl.15:18, var bif­reiðinni KY-990 stolið frá Rjúpna­söl­um 3. 2 ára gam­alt barn er í bif­reiðinni og því mik­il­vægt að bif­reiðin finn­ist eins hratt og mögu­legt er. KY-990 er 2005 ár­gerð af Toyota Previa, gul að lit.  Við biðjum alla sem verða bif­reiðar­inn­ar var­ir að hringja strax í 112,“ sagði í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar.

Frétt mbl.is: Barn í bifreið sem var stolið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert