Bátarnir rótfiska skammt frá landi

Makríl hefur verið mokað upp við höfnina í Keflavík síðustu …
Makríl hefur verið mokað upp við höfnina í Keflavík síðustu daga. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Það er makríll um allan sjó hérna, það er ekki flókið,“ segir Vigfús Vigfússon, skipstjóri og eigandi Daggar SU 118.

Landburður hefur verið af makríl í Keflavík síðustu vikur og Döggin hefur landað um 250 tonnum.

Veiðarnar hafa vakið mikla athygli því bátarnir hafa sótt rétt út fyrir höfnina í Keflavík og auðvelt er fyrir fólk í landi að fylgjast með þeim. Bátarnir hafa náð fullfermi á nokkrum klukkustundum og landað 2-3 sinnum á dag. Löndunarbið hefur verið hjá bátunum og áhöfn Daggarinnar þurfti að bíða alls í átta klukkustundir á fimmtudag eftir löndun.

Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, segir að smábátar þaðan hafi rótfiskað af makríl undanfarið. 10

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert