Aukin ríkisútgjöld í stefnu Pírata

Frá prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Frá prófkjöri Pírata í Reykjavík. mbl.is/Golli

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að nokkur vinstri slagsíða hafi komið í ljós í stefnumótun Pírata síðustu vikur og mánuði hvað varðar ríkisfjármálin.

„Ákveðin útgjaldamál hafi náðst inn á meðan fjármálahliðin er varðar aðhald í rekstri og þess háttar hefur kannski ekki náð jafn vel inn. Ég held að skýringin sé að hluta til að þegar tillögur koma um umbótamálefni sem kalla á útgjöld, þá er fólk ekkert endilega að setja sig mikið á móti því þegar það kemur að atkvæðagreiðslu því það er svo auðvelt að kjósa með því sem hljómar vel,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag, og bætir við að hann hafi talað fyrir því að fyrir kosningar verði settur saman listi yfir þau mál sem raunhæft sé að ráðast í á komandi kjörtímabili.

Ummæli Ernu Ýrar Öldudóttur, fv. formanns framkvæmdaráðs Pírata, í Morgunblaðinu fyrir helgi vöktu hörð viðbrögð á Pírataspjallinu, óformlegum spjallþræði Pírata á Facebook, en þar sagði hún Pírata hverfast um stjórnarskrármálið. Við Fréttatímann sagði hún einnig að flokkurinn færðist lengra til vinstri. Halldór Auðar tók upp hanskann fyrir Ernu Ýri á spjallþræðinum, þar sem honum fannst vegið hart að persónu hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert