Fjölmiðlar vilja sjá breytingu

Skorað erá ráðherra og Alþingi að jafna samkeppnisstöðu félaga á …
Skorað erá ráðherra og Alþingi að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn­end­ur fimm ljósvakamiðla leggja til að Rík­is­út­varpið verði tekið af aug­lýs­inga­markaði um næstu ára­mót, að virðis­auka­skatt­ur verði felld­ur niður af starf­semi fjöl­miðla og að jafn­ræði verði tryggt milli inn­lendra fé­laga og er­lendra.

Fyr­ir­tæk­in eru Útvarp Saga, ÍNN, miðlar Hring­braut­ar, Sím­inn og 365 miðlar. Í grein stjórn­enda þeirra, sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag, er bent á að hraðar breyt­ing­ar á neyslu­hegðun fólks og aug­lýs­inga­markaði komi niður á staðbundn­um einkamiðlum. Inn­lend­ir miðlar geti ekki borið auka­lega þung­ar byrðar frá hinu op­in­bera.

Þeir eigi í vax­andi erfiðleik­um með að mæta sam­keppni alþjóðlegra tækn­irisa eins og Net­flix, Google og Face­book. Þá skekki millj­arða bein fjár­fram­lög rík­is­ins til Rík­is­út­varps­ins og úr­elt lagaum­hverfi sam­keppn­is­stöðuna gagn­vart Rík­is­út­varp­inu og er­lend­um miðlum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert