„Frjálslyndur hægri krati“

Þorsteinn Víglundsson gerir ráð fyrir að leiða lista Viðreisnar í …
Þorsteinn Víglundsson gerir ráð fyrir að leiða lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þor­steinn Víg­lunds­son, fyrr­ver­andi formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, til­kynnti í dag að hann muni gefa kost á sér til kjörs á Alþingi fyr­ir Viðreisn, og lét við það til­efni af störf­um hjá SA. Þor­steinn mun bjóða sig fram fyr­ir flokk­inn í Reykja­vík og ger­ir ráð fyr­ir að leiða list­ann í öðru hvoru kjör­dæm­anna.

„Það er margt sem býr að baki svona ákvörðun,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við mbl.is og kveðst alltaf hafa skil­greint sig sem frjáls­lynd­an hægri krata. „Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á póli­tík og starf mitt fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hef­ur ekki dregið úr þeim áhuga nema síður sé, enda eru marg­ir snertiflet­ir þar við hið póli­tíska starf.“

Þor­steinn seg­ir ís­lenskt sam­fé­lag standa frammi fyr­ir mörg­um stór­um ákvörðunum um þess­ar mund­ir og það hafi orðið til þess að hann ákvað að láta slag standa.

„Við erum að glíma við stór­auk­inn kostnað í heil­brigðis­kerf­inu sam­hliða öldrun þjóðar og hvernig við ætl­um að fjár­magna það,“ seg­ir hann og kveður þær ákv­arðanir ekki síður snúa að líf­eyr­is­mál­un­um.

„Við erum líka með aðkallandi verk­efni sem snúa að því að ná sátt um sjáv­ar­út­vegs­mál­in og hvernig við náum sam­spili í há­marki á nýt­ingu þeirr­ar auðlind­ar, sam­hliða því að tryggja þjóðinni hlut­fall í auðlindar­entu án þess að það grafi und­an stöðu grein­ar­inn­ar.“

Það sama megi segja um land­búnaðar­máli. Það sé krefj­andi verk­efni að tryggja að sá stuðning­ur sem veitt­ur er í land­búnaðinn leiði til hagræðing­ar í grein­inni og að neyt­end­ur njóti ábat­ans í formi auk­inn­ar sam­keppni í inn­flutn­ingi og með bættri sam­keppn­is­stöðu ís­lensks land­búnaðar.

Alþjóðamál­in, þátt­taka í alþjóðlegu sam­starfi og aðgang­ur Íslend­inga að er­lend­um mörkuðum séu þá ekki síður mik­il­væg. „Það var þetta sem réð úr­slit­um,“ seg­ir Þor­steinn.

„Þetta voru mál sem mér fannst ég eiga góða sam­svör­un með því sem hef­ur verið í gangi hjá Viðreisn og þegar boðið barst þá ákvað ég, eft­ir að hafa íhugað málið vand­lega, að láta slag standa og hella mér út í póli­tík.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert