Með heppninni í liði í hrútadómum

Hadda Borg virðir hrútinn Púmbu fyrir sér á Íslandsmeistaramótinu í …
Hadda Borg virðir hrútinn Púmbu fyrir sér á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Ströndum. Ljósmynd/Dagrún Ósk Jónsdóttir

Í fyrsta skipti í þrettán ára sögu Íslandsmeistaramótsins í hrútadómum var kona krýnd sigurvegari í ár.

Mótið fór fram á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn og líkt og áður var keppt í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara, tæplega 40 keppendur voru í hvorum flokki.

Fór það svo að hin 23 ára Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum í Tungusveit á Ströndum sigraði í flokki vanra þuklara. Hún hefur tekið þátt í keppninni nokkrum sinnum áður og alltaf haft gaman af, segir Hadda Borg í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert