Pokémon-skemmdarverk í Lystigarðinum

Hliðið sem brotnaði.
Hliðið sem brotnaði. Ljósmynd/Aðsend

Lystig­arður­inn á Ak­ur­eyri hef­ur orðið fyr­ir tölu­verðum skemmd­um síðan tölvu­leik­ur­inn Pokémon Go sló í gegn.

Að sögn Guðrún­ar Krist­ín­ar Björg­vins­dótt­ur, garðyrkju­fræðings í Lystig­arðinum, hef­ur tví­veg­is verið óskað eft­ir því að garður­inn verði ekki leng­ur stoppistöð fyr­ir áhuga­sama Pokémon-spil­ara en án ár­ang­urs.

Brotinn plaststóll í Lystigarðinum á Akureyri.
Brot­inn plast­stóll í Lystig­arðinum á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/​Aðsend

Hlið brotið og plast­stól­ar skemmd­ir 

„Það er búið að brjóta hlið, það er búið að skemma stein­vörðu og skemma gróður. Það eru síga­rett­ustubb­ar og rusl úti um allt á morgn­ana þegar við kom­um hérna,“ seg­ir Guðrún Krist­ín og bæt­ir við að um 50 plast­stól­ar við kaffi­húsið sem er í Lystig­arðinum hafi einnig verið skemmd­ir. „Þetta er úti um all­an garð. Þegar við erum að slá  fer þetta í vél­arn­ar hjá okk­ur ef við sjá­um þetta ekki. Þetta skemm­ir og spýt­ist út um allt.“

Hún kenn­ir Pokémon-leikn­um hik­laust um og seg­ir skemmd­ar­verk­in hafa auk­ist mjög mikið eft­ir að hann varð vin­sæll.

Plaststóll uppi í tréi.
Plast­stóll uppi í tréi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ömur­legt að sjá þetta“

Að sögn Guðrún­ar sitja Pokémon-spil­ar­ar í garðinum við iðju sína áður en hon­um er lokað klukk­an 22 á kvöld­in. Marg­ir spil­ar­ar láta lok­un­ina ekki aftra sér. „Þeir klifra hérna yfir grind­verkið og stíga í blóma­pott­ana. Það er auðvelt að kom­ast inn og ef þeir væru ekki að skemma þá væri maður ekk­ert að væla í þeim. Það er öm­ur­legt að sjá þetta.“

Starfsmaður garðsins hef­ur tví­veg­is sent tölvu­póst á er­lendu Pokémon-síðuna og óskað eft­ir því að Lystig­arður­inn verði tek­inn út sem stoppistöð. Þrátt fyr­ir að hafa sent þeim mynd­ir af skemmd­ar­verk­un­um hef­ur ekk­ert verið brugðist við.

Frétt mbl.is: Pokémon-æði á Íslandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert