Varpar ljósi á hvernig Sævar var bendlaður við hvarf Guðmundar

Gögnin þykja varpa ljósi á það hvernig Sævar Ciesielski var …
Gögnin þykja varpa ljósi á það hvernig Sævar Ciesielski var bendlaður við hvarf Guðmundar Einarssonar.

Gögn sem settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur undir höndum varpa ljósi á hvernig Sævar Ciesielski var bendlaður við hvarf Guðmundar að því er RÚV greinir frá.

Tveir menn voru handteknir í júní sl. og færðir til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn setts saksóknara á hvarfi og mögulegu morði Guðmundar Einarssonar árið 1974. Neita þeir allri aðkomu að málinu.

Lögregla hefur lokið rannsókn á meintum þætti tvímenninganna að málinu og sendi Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, endurupptökunefnd rannsóknargögnin sl. fimmtudag. Nefndin fer nú yfir gögnin og metur hvort þau gefi tilefni til frekari rannsóknar. Þá hefur nefndin komið gögnunum áfram til þeirra sem fóru fram á endurupptöku málsins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV þykja gögnin ekki líkleg til að veita tilefni til frekari rannsóknar.

Gögnin þykja þó varpa ljósi á ýmsa efnisþætti málsins, m.a. hvernig annar hinna tvímenninganna hafi við upphaf rannsóknar á hvarfi Guðmundar bendlað Sævar Ciesielski við málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert