Kom ekki að samskiptum við kröfuhafa

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

For­sæt­is­ráðuneytið kom ekki að stjórn­sýslu­ákvörðunum í tengsl­um við nauðasamn­ing­ana. Þær voru tekn­ar af Seðlabanka Íslands og fólust í veit­ingu und­anþága frá fjár­magns­höft­um.“

Þetta seg­ir í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra við skrif­legri fyr­ir­spurn frá Árna Páli Árna­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar sem einkum var spurt um aðkomu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar að sam­skipt­um við kröfu­hafa föllnu bank­anna í tengsl­um við vinnu við af­nám fkár­magns­haft­anna á meðan hann gengdi embætti for­sæt­is­ráðherra.

Frétt mbl.is: Spyr um sam­skipti við kröfu­hafa

Fyr­ir­spurn Árna Páls var lögð fram 4. apríl, dag­inn eft­ir að Kast­ljós Rík­is­út­varps­ins fjallaði um svo­nefnd Panama-skjöl þar sem meðal ann­ars kom fram að nafn Sig­mund­ar væri að finna í þeim. Tengd­ist það fé­lagi í eigu Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mund­ar, á Bresku jóm­frúareyj­um en Sig­mund­ur hafði um tíma verið skráður fyr­ir helm­ings­hlut í fé­lag­inu. Fé­lagið var á sín­um tíma stofnað utan um arf Önnu Sig­ur­laug­ar. 

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árna­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þáver­andi for­sæt­is­ráðherra fékk upp­lýs­ing­ar um stöðu mála og val­kosti á fund­um ráðherra­nefnd­ar um efna­hags­mál og sat kynn­ing­ar­fundi með sér­fræðing­um úr fram­kvæmda­hópi um los­un fjár­magns­hafta og full­trú­um í stýr­i­n­efnd um los­un hafta,“ seg­ir áfram í svari fjár­málaráðherra og enn­frem­ur: 

Mál­efni sem varða los­un fjár­magns­hafta á slita­bú föllnu bank­anna voru tek­in upp með reglu­bundn­um hætti á fund­um nefnd­ar­inn­ar og kynnt af fjár­mála- og efna­hags­ráðherra ásamt sér­fræðing­um ráðuneyt­is­ins eða fram­kvæmda­hópi um los­un fjár­magns­hafta eft­ir at­vik­um. Val­kost­ir voru rædd­ir og afstaða tek­in til þeirra en ákv­arðanir, sér í lagi um laga­setn­ingu, voru tekn­ar í rík­is­stjórn.“

Stjórn­sýslu­ákv­arðanir varðandi nauðsamn­inga við kröfu­hafa hafi hins veg­ar, sem fyrr seg­ir, verið tekn­ar af Seðlabanka Íslands en ekki for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Lögð er áhersla á að und­anþágu­beiðnir slita­búa föllnu bank­anna hafi byggst á nauðasamn­ing­um þeirra við kröfu­hafa en ekki samn­ing­um við stjórn­völd. Einnig var spurt um aðkomu Sig­mund­ar Davíðs að vinnu stýri­hóps um af­nám hafta.

„Til­lög­ur stýr­i­n­efnd­ar­inn­ar eru svo rædd­ar í ráðherra­nefnd um efna­hags­mál og eft­ir at­vik­um samþykkt­ar af rík­is­stjórn. Þáver­andi for­sæt­is­ráðherra sat ekki fundi stýr­i­n­efnd­ar en sat hins veg­ar kynn­ing­ar­fundi með ráðgjöf­um ásamt full­trú­um í stýr­i­n­efnd,“ seg­ir enn­frem­ur í svar­inu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert