Berjast fyrir auknum sýnileika intersex-fólks

Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland.
Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Það að vera in­ter­sex þýðir að líf­fræðilegu kyn­ein­kenn­in manns passa ekki al­veg inn í þessa st­ereótýpísku kassa sem við hugs­um um kon­ur og karla í. Það get­ur tengst hvaða kyn­ein­kenn­um sem er, ytri og innri kyn­fær­um, æxl­un­ar­fær­um, horm­ón­a­starf­semi og litn­ing­um, mörg­um þátt­um í einu eða bara ein­um,“ seg­ir Kitty And­er­son, formaður In­ter­sex Ísland.

In­ter­sex-ein­stak­ling­ar eru með meðfædd ódæmi­gerð kyn­ein­kenni. Oft koma þau þó ekki í ljós fyrr en við kynþroska, barneign­ir eða jafn­vel síðar á lífs­leiðinni. Í heimi íþrótt­anna hef­ur verið deilt um rétt þess­ara ein­stak­linga til þess að keppa í íþrótta­grein­um sem skipt er í flokka eft­ir kynj­um. Kitty seg­ir marg­ar in­ter­sex-íþrótta­kon­ur í raun aðeins hafa kom­ist að því að þær séu með ódæmi­gert kyn­ein­kenni á vett­vangi íþrótt­anna.

Frétt mbl.is – In­ter­sex-fólk og heim­ur íþrótt­anna

Rasísk og með hinseg­in for­dóma 

Kitty seg­ir það geta verið afar stuðandi að hlusta á umræður um in­ter­sex-fólk sem nær langt líkt og suðurafríska hlaupa­kon­an Ca­ster Semenya. „Maður sér aðra þátt­tak­end­ur vera að tala um in­ter­sex-kon­ur eins og þær séu ein­hvers­kon­ar skrímsli sem eigi eng­an rétt á því að vera á sama vett­vangi og þær,“ seg­ir Kitty og bend­ir á viðtal við pólska hlaupa­konu sem tók einnig þátt í 800 metra hlaup­inu á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó. Í viðtal­inu náði hún að vera bæði rasísk og með hinseg­in for­dóma þegar hún talaði um að sér liði eins og hún hefði unnið silfrið þar sem hún var önn­ur hvíta kon­an í mark og sú fyrsta af Evr­ópu­bú­um.

Caster Semenya fagnar ólympíumeistaratitli sínum í 800 metra hlaupi í …
Ca­ster Semenya fagn­ar ólymp­íu­meist­ara­titli sín­um í 800 metra hlaupi í Ríó. AFP

Berj­ast fyr­ir aukn­um sýni­leika

Spurð hvernig rétt­inda­bar­átta in­ter­sex-fólks standi á Íslandi seg­ir Kitty hana vera afar svipaða og í flest­um Evr­ópu­lönd­um. Malta sé hins veg­ar það ríki sem komið er hvað lengst með mis­muna­lög­gjöf á öll­um stig­um, á grund­velli kyn­hneigðar, kyn­vit­und­ar, kyn­ein­kenna, hat­ursorðræðu, hat­urs­glæpa en einnig er bannað að fram­kvæma lækn­is­fræðilega óþarfar aðgerðir á in­ter­sex-börn­um.

In­ter­sex Ísland bert fyr­ir berst fyr­ir aukn­um sýni­leika in­t­eresex-fólks. „Við erum að berj­ast fyr­ir al­mennri mis­muna­lög­gjöf og rétt­in­um til þess að in­ter­sex-fólk geti tekið sjálft ákv­arðanir um hvað, hvort og hvaða aðgerðir það vill gang­ast und­ir. Ef ein­göngu er um út­lits­lega þætti að ræða á þetta að vera ákvörðun hvers og eins ein­stak­lings. Þetta nær hins veg­ar ekki yfir það ef að um lækn­is­fræðileg vanda­mál er að ræða,“ seg­ir Kitty.

Fáni intersex fólks var búinn til af sambærilegum sam Intersex …
Fáni in­ter­sex fólks var bú­inn til af sam­bæri­leg­um sam In­ter­sex sam­tök­um Ástr­al­íu árið 2013. Ljós­mynd/​Wikipedia

Sagt að aðgerðinar kæmu í veg fyr­ir sam­kyn­hneigð

Að orðinu til er kerfið á Íslandi sett upp þannig að for­eldr­ar in­ter­sex-barna taka sjálf­ir ákvörðun um það hvort barnið gang­ist und­ir aðgerð eða ekki. Kitty seg­ir að þrátt fyr­ir að þetta sé ákvörðun for­eldr­anna hafi um­hverfið gríðarleg áhrif á ákvörðun­ar­tök­una. Því til stuðnings bend­ir hún á rann­sókn sem birt var í The Journal of Sex­ual Medic­ine.

Í rann­sókn­inni var hópi fólks skipt í tvennt en all­ir áttu að ímynda sér það að þeir ættu in­ter­sex-barn. Helm­ing­ur­inn af hópn­um fékk síðan upp­lýs­ing­ar sem voru lagðar fram af lækn­um um in­ter­sex-ein­stak­linga, hinn helm­ing­ur­inn horfði á mynd­bönd sam­an­sett af upp­lýs­ing­um frá sál­fræðing­um. 66% þeir for­eldra sem fengu lækn­is­fræðilegu upp­lýs­ing­arn­ar vildu láta sitt ímyndaða barn gang­ast und­ir aðgerð en aðeins 23% þeirra for­eldra sem horfðu á upp­lýs­ing­arn­ar frá sál­fræðing­un­um vildu láta barnið sitt gang­ast und­ir aðgerð. Þá bend­ir hún einnig á aðra rann­sókn sem sýndi fram á að í 40,9% til­vika skyldu for­eldr­ar ekki þær upp­lýs­ing­ar sem lækn­ar veittu þeim áður en tek­in var ákvörðun um hvort fram­kvæma ætti aðgerð. „Þess­ar aðgerðir urðu að ein­hvers kon­ar lækn­is­fræðilegri hefð um og upp úr 1950. Þá var for­eld­um oft sagt að svona aðgerðir myndu koma í veg fyr­ir sam­kyn­hneigð,“ seg­ir Kitty.

Caster Semenya hljóp af miklu öryggi í úrslitahlaupinu.
Ca­ster Semenya hljóp af miklu ör­yggi í úr­slita­hlaup­inu. AFP

Fór í aðgerð þriggja mánaða göm­ul 

Kitty er sjálf ónæm fyr­ir horm­ón­um sem heyra und­ir andrógen-fjöl­skyld­una. Hún varð til sem fóst­ur­klasi með XY litn­inga en til þess að þrosk­ast í átt að karl­kyns ytri lík­ama þarf testó­steron flóð að fara yfir fóstrið. Kitty var hins veg­ar ónæm fyr­ir testó­sterón­inu og fædd­ist sem stelpa. „Það var ekki fyrr en ég fór í kviðslitsaðgerð sex vikna göm­ul að í ljós kom að ég var með inn­vort­is eistu og hvorki leg né eggja­stokka,“ seg­ir Kitty.

Þriggja mánaða göm­ul gekkst Kitty und­ir aðgerð. „Mömmu var sagt að krabba­meins­hætt­an væri svo há að ég myndi lík­lega ekki lifa af ef þessi aðgerð yrði ekki fram­kvæmd. Síðar kom í ljós að það var ekki rétt,“ seg­ir Kitty. Hún þarf nú að fara í reglu­lega horm­óna­gjöf þar sem hún mynd­ar þau ekki sjálf en horm­ón­in skipta gríðarlegu máli varðandi bein­heilsu. „Þetta er risa­stórt vanda­mál hjá þeim hópi sem deil­ir minni líf­fræði. Einn fé­lags­maður In­ter­sex Ísland er kom­in með byrj­un­arstig á beinþynn­ingu um tví­tugt,“ seg­ir Kitty og bæt­ir við að meðferðir vegna aðgerðanna geti oft hafa auka­verk­an­ir sem ekki eru þekkt­ar nægi­lega vel.

Í hol­lenskri rann­sókn sem gef­in var út árið 2014 eru tekn­ar sam­an töl­ur yfir það hversu marg­ir ein­stak­ling­ar séu með ódæm­is­gerð kyn­ein­kenni eft­ir or­saka­skýr­ingu. Í niður­stöðunum kem­ur fram að ein af hverj­um 200 mann­eskj­um sem svara um 0,5% sé með ódæmi­gerð kyn­ein­kenni. Þá er talað um að eitt af hverj­um 1.500-2.000 börn­um sæti ein­hvers kon­ar aðgerðum á kyn­fær­um vegna þess að ytri kyn­færi þeirra séu ódæmi­gerð. „Það erum um 10% in­ter­sex-fólks þannig þessi hóp­ur er mun stærri en bara þeir sem sæta aðgerðum,“ seg­ir Kitty að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert