Þjóðaröryggisráð sett á laggirnar

Alþingi samþykkti stofnun þjóðaröryggisráðs í gær.
Alþingi samþykkti stofnun þjóðaröryggisráðs í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var á Alþingi í gær að setja á fót þjóðarör­ygg­is­ráð. Flutn­ings­maður frum­varps­ins var Lilja Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og var það samþykkt með 40 at­kvæðum en þær Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­menn VG, sátu hjá.

Til­gang­ur þjóðarör­ygg­is­ráðs er að fram­fylgja þjóðarör­ygg­is­stefnu fyr­ir Ísland og end­ur­skoða hana ef þurfa þyki. Þjóðarör­ygg­is­stefn­an er ný­mæli á Íslandi og sama má segja um þjóðarör­ygg­is­ráðið.

Eng­in sam­bæri­leg stefna eða ráð hef­ur verið til á Íslandi fram að þessu. Í grein­ar­gerð með frum­varpi um þjóðarör­ygg­is­stefnu seg­ir að nauðsyn slíkr­ar stefnu sé aug­ljós. Er sú skoðun byggð á vinnu þverfag­legs starfs­hóps um hættumat fyr­ir Ísland og þing­manna­nefnd­ar um mót­un þjóðarör­ygg­is­stefnu fyr­ir Ísland.

At­huga­semd sett inn klukk­an 9.15

Svo virðist sem þetta sé ekki rétt frétt þar sem þing­fundi var frestað í gær vegna fjar­veru þing­manna. Frétt­in um þjóðarör­ygg­is­ráðið var flutt úr Morg­un­blaðinu í morg­un. 

Frétt mbl.is: Frestað vegna fjar­vista þing­manna

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert