Átta bílar í árekstri

Slökkviliðið og Vegagerðin sáu um hreinsunarstarf á Hafnarfjarðarvegi.
Slökkviliðið og Vegagerðin sáu um hreinsunarstarf á Hafnarfjarðarvegi. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Mikil umferðateppa myndaðist á Hafnafjarðarveginum við Kópavogsgjá eftir átta bíla árekstur þar sem hver bíllinn ók aftan í þann næsta upp úr 8 í morgun. Samkvæmt lögreglunni var enginn fluttur á sjúkrahús en tveir einstaklingar hlutu minniháttar meiðsli og ætluðu sjálfir að leita sér aðhlynningar. 

Um tvo tengda atburði var að ræða þar sem sex bílar í röð rákust á og í kjölfarið skullu tveir saman. Þrír bílar eru óökufærir eftir slysið. 

Bensín lak úr einum bíl þannig að kalla þurfti til slökkviliðsins og hreinsunarbíls frá Vegagerðinni. Annarri akreininni var lokað á meðan hreinsuninni stóð sem olli gífurlegri umferðarteppu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert