Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu þar sem ekið er frá Reykjavík til Akureyrar alls 381,6 km hófst í morgun. Markmiðið er að nota sem minnst eldsneyti en 19 bílar taka þátt og hægt er að fylgjast með ferðum þeirra í rauntíma.
Á meðal þeirra bíla sem eru skráðir til leiks má nefna: Toyotu Auris, Kia Niro Hybrid, Lexus RC300h, Hyundai i20, Renault Clio, Peugeot 308, BMW X1 18d xDrive, Mercedes-Benz E Class, Nissan Navara, Toyota Land Cruiser og Subaru Outback en allir bílarnir eru 2016 árgerðir.
Bílarnir eru útbúnir með ökurita og er hægt að fylgjast með ferðum þeirra á vef FÍB.
Það var Ómar Ragnarsson sem ræsti bílana af stað en þeir hófu leik með tveggja mínútna millibili og munu keyra innan löglegra marka alla leiðina.