Verður kosið um Evrópusambandið?

mbl.is/Hjörtur

Vand­séð er að boðað verði til þjóðar­at­kvæðis um frek­ari skref í átt að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á næsta kjör­tíma­bili. Tveir stjórn­mála­flokk­ar sem full­trúa eiga á Alþingi vilja að slík þjóðar­at­kvæðagreiðsla fari fram, það er Pírat­ar og Sam­fylk­ing­in. Pírat­ar hafa þó enga stefnu þegar kem­ur að inn­göngu í sam­bandið á meðan Sam­fylk­ing­in er henni hlynnt.

Björt framtíð er einnig hlynnt inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en hvergi í stefnu flokks­ins er þó kveðið á um að þjóðar­at­kvæði skuli fara fram um fram­hald máls­ins. Ein­ung­is um end­an­leg­an samn­ing komi til hans. Engu að síður lögðu þing­menn Bjartr­ar framtíðar fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi fyr­ir helgi þess efn­is að þjóðar­at­kvæði færi fram um fram­haldið sam­hliða fyr­ir­huguðum þing­kosn­ing­um í haust.

Viðreisn, sem ekki á full­trúa á Alþingi, styður inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið líkt og Sam­fylk­ing­in og Björt framtíð og að þjóðar­at­kvæði fari fram um fram­haldið. Fram kem­ur í stefnu flokks­ins að kjósa skuli um fram­haldið eins fljótt og hægt er í bind­andi at­kvæðagreiðslu. Sam­kvæmt stefnu Pírata skal slíkt þjóðar­at­kvæði einnig vera bind­andi.

Þrír flokk­ar hafna inn­göngu í ESB

Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð leggst gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Hvergi í stefnu flokks­ins er kveðið á um þjóðar­at­kvæði um það hvort taka eigi frek­ari skref í þá átt­ina. Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, hef­ur hins veg­ar sagt að flokk­ur­inn myndi ekki leggj­ast gegn slíkri at­kvæðagreiðslu. Málið væri hins veg­ar ekki ein­falt.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafn­ar inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt stefnu flokks­ins. Tryggja verði hins veg­ar að frek­ari skref verði ekki tek­in nema að und­an­gengnu þjóðar­at­kvæði þar sem spurt verði hvort kjós­end­ur vilji ganga í sam­bandið. Ljóst er af orðalag­inu að flokk­ur­inn hef­ur sjálf­ur ekki í hyggju að standa að slíkri kosn­ingu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn leggst að sama skapi gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og er hvergi kveðið á um það í álykt­un­um síðasta flokksþings flokks­ins að taka skuli frek­ari skref í þá átt með þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­haldið. Ein­ung­is er tekið fram að flokk­ur­inn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Vilja bind­andi kosn­ingu um málið

Miðað við stefnu stjórn­mála­flokk­anna er aðeins einn flokk­ur með stefnu sem kem­ur heim og sam­an við þjóðar­at­kvæði um frek­ari skref í átt að Evr­ópu­sam­band­inu sam­hliða næstu þing­kosn­ing­um, Sam­fylk­ing­in. Ekki er kveðið á um slíkt í stefnu Bjartr­ar framtíðar þrátt fyr­ir að þing­menn henn­ar standi að slíkri þings­álykt­un.

Pírat­ar og Viðreisn styðja þjóðar­at­kvæði um fram­hald máls­ins en setja það skil­yrði að slík kosn­ing skuli vera bind­andi. Ekki er hins veg­ar hægt að halda bind­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu í þeim efn­um nema að breyttri stjórn­ar­skrá. Ekki stend­ur til að setja slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrána fyr­ir næstu þing­kosn­ing­ar og eng­ar lík­ur á því.

VG er and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt stefnu sinni og ljóst er að orðum Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­manns flokks­ins, að hann mun ekki hafa frum­kvæði að þjóðar­at­kvæði í þess­um efn­um enda ekki kveðið á um slíka at­kvæðagreiðslu í stefnu hans. Katrín hef­ur enda tekið skýrt fram að ekki sé um for­gangs­mál að ræða.

Ólík­lega kosið á næsta kjör­tíma­bili

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafna inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og þar með öll­um skref­um í þá átt. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ger­ir hins veg­ar þá kröfu að ekki verði farið lengra með málið nema þjóðin verði spurð hvort hún vilji ganga í sam­bandið. Ólík­legt er hins veg­ar að þannig verði spurt komi til þjóðar­at­kvæðis.

Hægt verður að breyta stjórn­ar­skránni með þjóðar­at­kvæði og án þess að rjúfa þing og boða til kosn­inga út apríl á næsta ári sam­kvæmt bráðabirgðaákvæði í henni. Ólík­legt er hins veg­ar að ákvæðið verði nýtt í þess­um efn­um. Ekki síst þar sem Pírat­ar eru því and­víg­ir vegna skil­yrðis í ákvæðinu um samþykkt 40% kosn­inga­bærra manna.

Eins og fram kem­ur í byrj­un er því vand­séð að þjóðar­at­kvæði fari fram um frek­ari skref í átt að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á næsta kjör­tíma­bili miðað við nú­ver­andi stefnu flokk­anna. Til þess kæmi í fyrsta lagi á þar næsta kjör­tíma­bili að því gefnu að áður yrði sett inn ákvæði í stjórn­ar­skrána um bind­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert