Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður og tónskáld, hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar að lag hans, „Gamli bærinn minn“, verði ekki flutt við flugeldasýningu á laugardagskvöldi Ljósanætur líkt og venja hefur verið undanfarin ár.
„Samskipti fjölskyldu minnar við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar eru með þeim ólíkindum að ég banna flutning lagsins á Ljósanótt. Þetta er ekki gamli bærinn minn,“ segir Gunnar í tilkynningu á vef Víkurfrétta.
Í samtali við mbl.is sagðist Gunnar ekki vilja tjá sig um málið að sinni.