Bilun veldur hægagangi í póstþjónustu

Einn lesandi mbl.is og notandi póstþjónustu Vodafone tók þetta skjáskot.
Einn lesandi mbl.is og notandi póstþjónustu Vodafone tók þetta skjáskot.

Notendur póstþjónustu Vodafone hafa orðið þess varir að heldur seinlega gengur að ná í póstinn síðustu daga. Samkvæmt svörum Vodafone við fyrirspurn mbl.is má rekja hægaganginn til bilunar í vélbúnaði en unnið er að því að komast fyrir bilunina í samvinnu við þjónustuaðila.

Vodafone biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og vonast til að viðgerð ljúki sem fyrst, en gert er ráð fyrir að kerfið verði komið í lag áður en dagur er úti.

Uppfært: Póstþjónustan komst í lag á áttunda tímanum í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vodafone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert