Framboð Þorsteins og Pawels erfið fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Kristinn

Mögu­legt fram­boð Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur fyr­ir Viðreisn yrði sterk­ur leik­ur fyr­ir flokk­inn. Þetta sagði Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, í Viku­lok­un­um á Rás 1 í morg­un, þar sem hann var meðal gesta.

Nokkuð hef­ur verið rætt um þann mögu­leika að Þor­gerður Katrín, fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gangi til liðs við Viðreisn en Styrm­ir sagði að það þyrfti að koma í ljós.

Hann sagði að fram­boð Þor­steins Víg­lunds­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og stærðfræðings­ins Pawel Bartoszek væru styrk­ur fyr­ir Viðreisn og sagði að þau yrðu erfið fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Styrm­ir sagði hins veg­ar að í ljós gæti komið í kosn­inga­bar­átt­unni að fólk inn­an Viðreisn­ar hefði ólík­ar skoðanir en fram­boðið væri aug­ljós­lega sterk áskor­un fyr­ir þá flokka sem fyr­ir væru.

Snýst ekki um gömlu flokk­ana eða hægri eða vinstri

Styrm­ir sagði mikla gerj­un í sam­fé­lag­inu, bæði hér og í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Hann sagði mikla undiröldu á ferð en átök­in sner­ust ekki um gömlu flokk­ana, hægri eða vinstri, frjál­syndi eða ekki frjáls­lyndi.

Vitnaði hann í Robert Reich, vinnu­málaráðherra í tíð Bills Cl­int­on, og sagði skipt­ing­una í þjóðfé­lag­inu þannig að öðrum meg­in væri gríðarleg­ur fjöldi en hinum meg­in fá­menn­ur hóp­ur. Málið sner­ist ekki um póli­tík held­ur þessa fá­mennu hópa sem væru komn­ir í þá aðstöðu að stjórna heilu sam­fé­lög­un­um; emb­ætt­is­menn og aðra áhrifa­menn t.d.

Sagði Styrm­ir átök­in snú­ast um að hinir mörgu þyldu ekki yf­ir­ráð hinna fáu.

Hann sagðist á því að það væri lýðræðis­halli í Sjálf­stæðis­flokkn­um og sagði það úr­elt kerfi að kallaður væri sam­an lands­fund­ur sem kysi for­ystu flokks­ins. Hann sagði að all­ir flokks­bundn­ir sjálf­stæðis­menn, miklu meiri fjöldi en þeir sem sæktu lands­fund, ættu að kjósa for­yst­una og um stefnu­mörk­un flokks­ins.

Þetta ætti einnig við um líf­eyr­is­sjóðina; þar byggju menn enn við það gamla kerfi að stjórn væri val­in af vinnu­veit­enda- og launþega­sam­tök­um en ekki af fé­lags­mönn­um sjálf­um.

Erfitt að átta sig á stöðunni hjá Fram­sókn

Varðandi gerj­un mála inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði Styrm­ir fram­sókn­ar­menn halda spil­un­um þétt að sér og að erfitt væri að meta stöðuna. Hon­um sýnd­ist engu að síður á samþykkt­um kjör­dæm­is­funda flokks­ins að það væri þrýst­ing­ur inn­an hans um for­manns­kjör.

Það gæti leitt til end­ur­kjörs Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, hann nyti ákveðinn­ar samúðar meðal flokks­fé­laga sinna. Erfitt væri að átta sig á því hver færi fram gegn hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert