Staðreyndirnar virtust litlu sem engu skipta

Það er ys og þys á hinum gam­al­gróna bas­ar Thor­vald­sens­fé­lags­ins við Aust­ur­stræti. Við af­greiðslu eru fé­lags­kon­ur og ein þeirra af­greiðir þýska ferðamenn sem heill­ast hafa af ís­lensk­um prjónapeys­um sem fé­lagið býður til sölu. Ferðalang­arn­ir hafa ekki hug­mynd um að kon­an í af­greiðslunni var, þar til ný­lega, for­sæt­is­ráðherra­frú Íslands og að fyr­ir tæp­um fimm mánuðum voru fjár­mál henn­ar um­fjöll­un­ar­efni allr­ar heim­spress­unn­ar.

Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir stend­ur reglu­lega vakt­ina hjá Thor­vald­sens­fé­lag­inu sem er eitt elsta fé­lag lands­ins, stofnað árið 1875. Þar fet­ar hún í fót­spor móður sinn­ar og ömmu sem báðar hafa helgað fé­lag­inu krafta sína. Þegar ferðalang­arn­ir eru á brott fær blaðamaður tæki­færi til að setj­ast niður með Önnu Sig­ur­laugu en hún hef­ur ekki tjáð sig við fjöl­miðla frá því að eig­inmaður henn­ar vék úr embætti for­sæt­is­ráðherra í kjöl­far umræðu um hin svo­kölluðu Pana­maskjöl en í þeim var að finna upp­lýs­ing­ar sem tengd­ust eign­um henn­ar.

Hún seg­ir að póli­tísk­ir and­stæðing­ar eig­in­manns henn­ar hafi lengi reynt að gera hann tor­tryggi­leg­an vegna þeirra miklu fjár­muna sem hún eignaðist við söl­una á Toyotaum­boðinu sem faðir henn­ar og móðir stofnuðu í upp­hafi átt­unda ára­tug­ar­ins.

„Pabbi gaf okk­ur systkin­un­um hlut í fyr­ir­tæk­inu á sín­um tíma og þó ég viti það ekki fyr­ir víst þá tel ég að hann hafi ákveðið að gera það af þeirri ástæðu að hann hef­ur mikla þörf fyr­ir að deila góðum hlut­um með öðrum og veita öðrum tæki­færi til að njóta ávaxta erfiðis síns. Æsku­ár hans hafa ábyggi­lega mótað hann að þessu leyti. Þegar hann var tólf ára voru báðir for­eldr­ar hans falln­ir frá og amma hans tók hann að sér en hún lést tveim­ur árum síðar. Hann stóð því eft­ir nær munaðarlaus og var í vist á mörg­um stöðum. Ég held að þetta hafi mótað hann mjög sem mann­eskju og hann lagði því mikið upp úr því að láta aðra njóta hlut­anna með sér. Og raun­ar á þetta einnig við um mömmu að mörgu leyti því hún kem­ur úr fjöl­skyldu sem alltaf þurfti að hafa mikið fyr­ir hlut­un­um.“

Hún seg­ist hafa orðið vör við það í kjöl­far þess að Sig­mund­ur hóf þátt­töku í póli­tík að eign­ir henn­ar og fjöl­skyld­unn­ar hafi verið milli tann­anna á fólki. Hún seg­ist skilja það að nokkru leyti en að í því til­liti sé rétt að halda til haga að ekki sé allt satt sem gangi manna í mill­um. Mikið hef­ur verið gert úr ágrein­ingi inn­an fjöl­skyld­unn­ar og að sann­ar­lega hafi ólík sjón­ar­mið verið uppi varðandi ákveðna þætti í tengsl­um við rekst­ur fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins en að það hafi allt verið leitt far­sæl­lega til lykta.

„Pabbi hef­ur alltaf viljað gera vel við alla og það get­ur verið erfitt eins og all­ir vita. Í til­tekn­um mál­um vor­um við systkin­in ekki sam­mála. Við systkin­in erum bæði lík og ólík og við höf­um orðið sátt um að vera sam­mála um sumt og annað ekki. Á milli okk­ar er hins veg­ar allt gott í dag.“

Þegar ákveðið var að selja fyr­ir­tækið árið 2005 var Anna Sig­ur­laug nýorðin þrítug og stóð allt í einu uppi með mikla fjár­muni.

„Þegar ég allt í einu stóð uppi með mikl­ar eign­ir þá leitaði ég ráðgjaf­ar hjá Lands­bank­an­um og þeir aðstoðuðu mig við að ávaxta þessa fjár­muni og á grund­velli ráðgjaf­ar frá bank­an­um stofnaði bank­inn í Lúx­em­borg fé­lag sem hélt utan um þá. Á þess­um tíma vor­um við Sig­mund­ur bú­sett úti í Oxford og vor­um ekki á leiðinni heim. Við tók­um hins veg­ar ákvörðun um að snerta ekk­ert á þess­um pen­ing­um næstu tvö árin. Við höfðum ekki áhuga á að breyta þeim takti sem líf okk­ar var í á þess­um tíma. Við ákváðum ein­fald­lega að halda áfram að lifa líf­inu eins og þess­ir pen­ing­ar hefðu ekki komið til.“

Anna Sig­ur­laug lagði mikla áherslu á það í sam­skipt­um við bank­ann að meðferð fjár­mun­anna stæðist alla skoðun og hafnaði hún meðal ann­ars til­lög­um frá bank­an­um um að fresta skatt­lagn­ingu af hluta hagnaðar­ins af sölu fyr­ir­tæk­is­ins sem þó var heim­ilt að lög­um. Fyrr á þessu ári kom fram op­in­ber­lega að á ár­un­um 2007 til 2015 greiddu þau hjón­in tæp­ar 300 millj­ón­ir króna í skatt, eða um 400 millj­ón­ir á nú­v­irði.

Örlaga­ríkt viðtal í Ráðherra­bú­staðnum

Það var fátt sem benti til þess að föstu­dag­ur­inn 11. mars yrði ör­laga­punkt­ur á póli­tísk­um ferli Sig­mund­ar Davíðs. Þann dag hafði hann boðið full­trú­um sænska rík­is­sjón­varps­ins til fund­ar við sig í Ráðherra­bú­staðnum þar sem ætl­un­in var að ræða ýmis mál sem búið var að út­lista fyr­ir­fram, meðal ann­ars viðsnún­ing í ís­lensku efna­hags­lífi og bólu á fast­eigna­markaði. Anna Sig­ur­laug seg­ir að það hafi þó breyst þegar í ljós kom að til­efnið sem blaðamenn­irn­ir höfðu gefið upp var aðeins yf­ir­varp.

„Sig­mund­ur hringdi í mig strax að loknu viðtal­inu og hon­um var greini­lega brugðið yfir fram­komu sjón­varps­mann­anna. Við hitt­umst í Ráðherra­bú­staðnum og hann sagði mér frá því hvernig þetta hefði gengið fyr­ir sig. Fyrst í stað fannst mér þetta ekk­ert stór­mál því við höfðum allt okk­ar á hreinu í þess­um mál­um og póli­tísk­ir and­stæðing­ar Sig­mund­ar hafa oft­ar en ekki reynt að koma höggi á hann út af þess­um eign­um án þess að þeir hefðu er­indi sem erfiði. En svo fann ég hvað hon­um leið illa yfir þess­ari fram­komu. Það er ekki margt sem kem­ur hon­um úr jafn­vægi en hann á það til að treysta fólki of vel og var miður sín yfir að hafa verið beitt­ur svo ósvífn­um blekk­ing­um.“

Þau voru þó staðráðin í því að láta málið ekki slá sig út af lag­inu. Þegar sömu blaðamenn sendu á þau spurn­ing­ar í kjöl­far viðtals­ins ákváðu þau að svara þeim skil­merki­lega og sýna fram á að það væri óeðli­legt að draga upp þá mynd af þeim að þau hefðu reynt að stinga eign­um sín­um und­an skatti.

„Þarna taldi ég enn eitt kjafta­málið farið af stað og að enn einu sinni ætti núna að gera eitt­hvert mál úr þess­um eign­um mín­um. Þess vegna skrifaði ég þessa face­book færslu og ég gerði mér ekki í hug­ar­lund hversu um­fangs­mik­il þessi um­fjöll­un öll átti eft­ir að verða. Sænsku blaðamenn­irn­ir sendu okk­ur svo upp­lýs­ing­ar um að þeir væru í rann­sókn á þessu máli og Pana­maskjöl­un­um. Þeir voru með lang­an spurn­ingalista sem þeir þyrftu að fá svör við. Á þeim tíma­punkti þegar þess­ar spurn­ing­arn­ar bár­ust gerðum við þau mis­tök að trúa þeim og halda að þarna væri verið að reyna að kom­ast að kjarna og sann­leika máls­ins.“

Anna Sigurlaug segir mann sinn hafa verið beittan blekkingum.
Anna Sig­ur­laug seg­ir mann sinn hafa verið beitt­an blekk­ing­um. mbl.is/​Rax

Töldu svör­in varpa réttu ljósi á málið

Marg­ir hafa velt fyr­ir sér af hverju Sig­mund­ur Davíð, margreynd­ur maður úr fjöl­miðlum og póli­tík, hafði ekki frum­kvæði af því að greina frá viðtal­inu við sænsku sjón­varps­menn­ina og greina frá því sem þeirra fór á milli. Anna Sig­ur­laug seg­ir að þau hjón­in hafi ein­fald­lega talið að svör­in sem þau veittu við fyrr­nefnd­um spurn­ing­um myndu varpa réttu ljósi á málið.

„Sig­mund­ur vildi vaða strax í sjóvarps­menn­ina og óheiðarlega fram­göngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka at­hygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðing­ar sjón­varps­mann­anna hefðu verið rang­ar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátt­ur­inn var svo sýnd­ur að sjá að það var ekki minnst á svör­in frá okk­ur. Þau virt­ust engu máli skipta og það þótti greini­lega eng­in ástæða til að draga fram hið rétta í mál­inu. Það var fyrst og fremst áfall því það staðfesti það sem okk­ur var farið að gruna að þetta sner­ist alls ekki um að fá fram hið sanna í mál­inu. Þetta sner­ist bara um það að fella for­sæt­is­ráðherr­ann. Það sáu auðvitað marg­ir sem vildu ná sér niður á mann­in­um sem hafði þvælst, svo eft­ir var tekið, fyr­ir kröfu­höf­um bank­anna og leyst úr stór­um mál­um sem aðrir stjórn­mála­menn höfðu gef­ist upp á að fást við. Miðað við það hversu ljót­ur leik­ur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyr­ir land­stein­ana þá kæmi mér ekki á óvart þó ein­hverj­ir úr hópi kröfu­haf­anna hafi ýtt und­ir þessa um­fjöll­un og séð sér veru­leg­an hag í því að velta for­sæt­is­ráðherra lands­ins úr sessi.“

Því hef­ur verið haldið fram að Sig­mund­ur Davíð hefði átt að gera sér­stak­lega grein fyr­ir þeim eign­um sem fjallað var um í tengsl­um við Pana­maskjöl­in og þá ekki síst til­vist fé­lags­ins Wintris og einnig þeirri staðreynd að hluti eign­anna lá í kröf­um á hend­ur föllnu viðskipta­bönk­un­um.

„Þetta fé­lag er skráð á mínu nafni og sömu­leiðis þær eign­ir sem þar eru inni. Við töld­um ekki rétt að blanda þeim inn í umræðuna um störf Sig­mund­ar en í því fólst hins veg­ar eng­in til­raun til að fela til­vist eign­anna. Ég hef enda gert fulla grein fyr­ir þeim frá upp­hafi. Við töld­um að þetta skipti ekki máli því hann var að fást við viðfangs­efni sem eru svo miklu stærri og meiri en nokkru sinni þeir hags­mun­ir sem ég hef af þess­um kröf­um sem ég átti á bank­ana. Tap til skamms tíma sem ég sá fram á var létt­vægt í sam­an­b­urði við bar­átt­una fyr­ir hags­mun­um ís­lensks sam­fé­lags. Þess vegna velt­um við því aldrei fyr­ir okk­ur í þess­um ótrú­legu aðstæðum hvaða áhrif aðgerðirn­ar sem Sig­mund­ur barðist fyr­ir, og að lok­um náði í gegn, myndu hafa á þess­ar eign­ir. Það má líka minna á að kröf­urn­ar voru í eðli sínu eins og hverj­ar aðrar inni­stæður. Þetta voru ein­fald­lega pen­ing­ar sem ég átti hjá bönk­un­um þegar þeir fóru í þrot. Ég veit ekki til þess að neinn þeirra stjórn­mála­manna sem breyttu lög­um til að verja þær kröf­ur, þ.e. inni­stæður, hafi séð ástæðu til að gera grein fyr­ir því að þeir væru að verja hags­muni sína eða ætt­ingja sinna. Sig­mund­ur var hins veg­ar að berj­ast fyr­ir því að lög­um yrði breytt til að ganga á hags­muni fjöl­skyldu sinn­ar.“

Það hef­ur einnig verið gagn­rýnt að þau hjón­in hafi kosið að geyma eign­ir sín­ar er­lend­is og utan þeirra gjald­eyr­is­hafta sem við lýði eru í land­inu. Anna Sig­ur­laug seg­ir að þau hafi kyrfi­lega út­skýrt hvaða ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun að ávaxta fjár­mun­ina ekki hér heima.

„Við hefðum sann­ar­lega getað komið heim með þess­ar eign­ir og nýtt okk­ur þær leiðir sem fær­ar voru til þess. Við höf­um hins veg­ar verið þeirr­ar skoðunar að meðan Sig­mund­ur er þátt­tak­andi í póli­tík­inni þá sé það ekki heppi­legt og að það myndi orka mjög tví­mæl­is. Það yrði gagn­rýnt við hvaða banka ég myndi skipta við og það myndu vakna spurn­ing­ar um hvaða fyr­ir­tækj­um ég fjár­festi í. Það væri ekki æski­legt að kynda und­ir slíkri umræðu í sam­fé­lag­inu. Með því að halda eign­un­um er­lend­is erum við að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra sem er eðli­lega mjög mik­il­vægt að gera. Það má hins veg­ar benda á að sú ákvörðun okk­ar að halda þess­um eign­um er­lend­is hef­ur í raun kostað okk­ur mjög mikið. Það hef­ur til dæm­is gerst að eignin­ar hafa rýrnað vegna styrk­ing­ar krón­unn­ar og lít­ill­ar ávöxt­un­ar sam­an borið við þá háu verðtryggðu vexti sem fjár­magnseig­end­ur njóta á Íslandi á kostnað skuld­setts fólks. Styrk­ingu krón­unn­ar má líka rekja með ein­um eða öðrum hætti til ákv­arðana sem Sig­mund­ur hef­ur tekið fyr­ir hönd þjóðar­inn­ar og ætti að sýna fram á að hann hef­ur í öllu til­liti tekið heild­ar­hags­muni sam­fé­lags­ins fram yfir ein­hverja einka­hags­muni.“

Lít­ill áhugi á staðreynd­um máls­ins

Anna Sig­ur­laug seg­ir að málið hafi reynt gríðarlega á fjöl­skyld­una og að það hafi verið hræðileg upp­lif­un að finna sig van­mátt­ug­an gagn­vart allri hinni vægðarlausu um­fjöll­un sem á eft­ir fylgdi. Það hafi verið þung­bær ákvörðun þegar Sig­mund­ur ákvað að víkja úr embætti for­sæt­is­ráðherra.

„Ég verð að vera al­veg hrein­skil­in með það að ég brotnaði al­veg niður þegar þetta varð niðurstaðan. Mér þótti mjög ósann­gjarnt að maður­inn sem hafði staðið í lapp­irn­ar fyr­ir hönd þjóðar­inn­ar í gríðarlega stór­um mál­um og erfiðum og náð ár­angri sem vakið hef­ur at­hygli um all­an heim, var lát­inn gjalda fyr­ir um­fjöll­un sem ekki stóðst nokkra skoðun. Það er ekki hægt að lýsa þeirri til­finn­ingu þegar dreg­in er upp sú mynd af okk­ur í heim­spress­unni eins og að við höf­um tekið þátt í um­fangs­mikl­um skatta­laga­brot­um. Þá sit­ur maður eft­ir og það skipti engu máli hvað maður sagði eða reyndi að út­skýra. Það hafði eng­inn áhuga á því að heyra sann­leik­ann í mál­inu og það er hræðileg til­finn­ing.

Það seg­ir sína sögu að er­lend­ir fjöl­miðlar hafa birt grein­ar í kjöl­far þessa alls þar sem þeir varpa ljósi á að það hafi ekki verið nein inni­stæða fyr­ir þeim ásök­un­um sem haldið var fram gegn okk­ur. Guar­di­an benti líka á strax í upp­hafi að ekki hefðu komið í ljós nein merki um skattsvik eða annað mis­ferli. Sú um­fjöll­un hef­ur hins veg­ar ekki fengið neina at­hygli og þeir sem hæst láta hafa eng­an áhuga á því að taka þessi sjón­ar­mið til greina. Það þjón­ar ekki málstaðnum og mark­miðinu.“

Hún seg­ir að málið hafi reynst sér meira áfall en hún hafi áttað sig á í fyrstu en að lok­um hafi hún tekið ákvörðun um að leita sér aðstoðar fagaðila og þá hafi stuðning­ur fjöl­skyld­unn­ar reynst mjög mik­ils virði. Þau hafi staðið sam­an í gegn­um þetta og ákveðið að láta málið ekki beygja sig til lang­frama. Hún seg­ist styðja eig­in­mann sinn áfram í stjórn­mála­bar­átt­unni og að hann eigi enn eft­ir að leysa stór og mik­il verk­efni á þeim vett­vangi.

„Sig­mund­ur hef­ur brenn­andi áhuga á póli­tík­inni og þeim mál­efn­um sem þar eru til úr­lausn­ar. Eins og marg­ir vita þá er hann mjög ákaf­ur þegar hann er kom­inn af stað í ákveðin mál. Hann hef­ur sterk­ar skoðanir á því hvað gera þurfi og ég finn á hon­um að hann hef­ur áhyggj­ur af því að stór og mik­il­væg mál verði ekki leidd til lykta nema rétt verði haldið á þeim. Hann tel­ur mjög mik­il­vægt að koma á og tryggja stöðug­leika hér á landi og að ís­lenskt sam­fé­lag geti að fullu tekið þátt í alþjóðahag­kerf­inu. Í mín­um huga verður hann að halda bar­átt­unni áfram og ég er sann­færð um að marg­ir eru mér sam­mála um það.“

Anna Sig­ur­laug hef­ur fylgt manni sín­um eft­ir í póli­tík­inni og seg­ir að það hafi verið lær­dóms­ríkt og gef­andi.

„Aðstæður okk­ar hafa gert mér kleift að fylgja hon­um á ferðum um landið og í þeim er­ind­um sem hann hef­ur sinnt er­lend­is. Við erum þakk­lát fyr­ir það en þetta hef­ur líka verið mín leið til að gefa okk­ur meiri tíma sam­an. Það var al­veg ljóst að for­mennska í Fram­sókn­ar­flokkn­um og starf for­sæt­is­ráðherra ekki síður er meira en fullt starf og hann er ein­fald­lega alltaf í vinn­unni með ein­um eða öðrum hætti. Þess vegna hef­ur það reynst mjög gott að ég hafi fylgt hon­um eft­ir á ferð um landið eða jafn­vel stöku sinn­um til út­landa í stað þess að bíða eft­ir hon­um heima. Þá hef­ur dótt­ir okk­ar fylgt okk­ur í nokkr­ar ferðir og þannig hef­ur fjöl­skyld­an náð að vera sam­an. Við höf­um farið um og kynnst ótrú­leg­um fjölda góðs fólks og eign­ast marga góða vini. Það hef­ur líka verið mik­il og góð reynsla að kynn­ast því mikla starfi sem haldið er uppi í fé­lög­um fram­sókn­ar­fólks um landið. Þetta er ekki allt gall­hörð póli­tík held­ur er þetta dýr­mætt og gott fé­lags­starf í víðari skiln­ingi.“

Anna Sigurlaug hefur um nokkurra ára skeið starfað á vettvangi …
Anna Sig­ur­laug hef­ur um nokk­urra ára skeið starfað á vett­vangi Thor­vald­sens­fé­lags­ins og fet­ar þar í fót­spor bæði móður sinn­ar og ömmu. mbl.is/​Rax

Auk­in harka í ís­lensku sam­fé­lagi

Anna Sig­ur­laug seg­ir að síðustu ár hafi reynst henni lær­dóms­rík en að hún sjái ákveðin hættu­merki í ís­lensku sam­fé­lagi sem taka þurfi al­var­lega.

„Það eru mál sem brenna á mér í kjöl­far þeirr­ar reynslu sem ég hef öðlast á þess­um árum sem Sig­mund­ur hef­ur setið á þingi og verið í ráðherra­embætti. Þau snúa að þeirri ofboðslegu hörku og jafn­vel grimmd sem hlaup­in er í sam­fé­lagið á mörg­um sviðum. Það virðist sem þetta hafi sprottið upp í tengsl­um við sam­fé­lags­miðlana og netið. Bak við tölvu­skjá­ina er hægt að láta margt flakka en þetta teyg­ir sig einnig inn í þingið og á fleiri staði. Þar ræðst sam­starfs­fólk til dæm­is mjög harka­lega og per­sónu­lega á hvert annað og þetta á sér birt­ing­ar­mynd­ir víðar. Það er eins og að það sé gefið skot­leyfi á það fólk sem býður sig fram og nán­ast gengið út frá því að þeir sem bjóði fram krafta sína í stjórn­mál­um hafi ein­hverj­ar ann­ar­leg­ar hvat­ir að baki.“

Spurð út í hvaða áhrif hún telji þetta hafa á sam­fé­lagið seg­ir hún að aðgangs­hark­an dragi úr vilja fólks til að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar á op­in­ber­um vett­vangi.

„Maður heyr­ir það víða að fjöl­skyldu­fólk sé farið að veigra sér við því að taka þátt í póli­tík og það er mjög vond þróun. Ég hef hins veg­ar full­an skiln­ing á því og ég held að það hljóti að vera hræðilegt fyr­ir fólk með börn á ung­lings­aldri sem fylg­ist með á net­inu og geti lesið blöðin. Við Sig­mund­ur höf­um verið hepp­in með að dótt­ir okk­ar sem er fjög­urra ára skil­ur ekki það sem í gangi er og er ekki að velta sér upp úr öll­um þeim öm­ur­legu skrif­um sem finna má á net­inu um okk­ur.“

Fjár­kúg­un­ar­mál angi af þró­un­inni

Um mitt sum­ar í fyrra bár­ust frétt­ir af því að tvær kon­ur hefðu verið hand­tekn­ar í um­fangs­mik­illi aðgerð lög­regl­unn­ar. Í ljós kom að aðgerðirn­ar tengd­ust til­raun til fjár­kúg­un­ar gagn­vart Sig­mundi Davíð. Þar var hon­um og fjöl­skyldu hans hótað nei­kvæðri um­fjöll­un ef hann greiddi þeim ekki háar fjár­hæðir. Hót­un­in barst inn á heim­ili Sig­mund­ar og Önnu Sig­ur­laug­ar og var hún stíluð á hana.

„Þegar póst­ur­inn kom inn um lúg­una einn dag­inn hljóp dótt­ir mín til og sótti hann. Þar var á meðal bréf sem ég tók upp við eld­hús­borðið og fyrst fannst mér þetta eig­in­lega hálf­gerð vit­leysa. En lög­regl­an hafði brýnt það fyr­ir mér að ef okk­ur bær­ust skrít­in sím­töl eða bréf þá ætt­um við að láta vita. Það var því af hreinni skyldu­rækni sem ég hafði sam­band við lög­regl­una. Þeir tóku þetta mjög al­var­lega og þegar málið vatt upp á sig kom í ljós að það var full­ur ásetn­ing­ur að baki hót­un­inni. Gerend­urn­ir höfðu meira að segja kannað aðstæður okk­ar þannig að þær vissu hvar dótt­ir okk­ar er á leik­skóla. Þó að þetta mál sé á marg­an hátt und­an­tekn­ing þá er það þó dæmi um það hvað hark­an get­ur verið mik­il og mér finnst þetta dæmi um að sam­fé­lagið hafi breyst til verri veg­ar hvað þetta varðar á und­an­förn­um árum.“

Spenn­andi tím­ar framund­an

Spurð út í næstu skref seg­ist hún ætla að standa þétt að baki manni sín­um í stjórn­mál­un­um framund­an. Það sé mik­il­vægt að hon­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um vegni vel í kosn­ing­un­um sem fyr­ir­hugaðar eru í haust.

„Bar­átt­an held­ur áfram og þar stend ég með mín­um manni. Þá ætla ég áfram að leggja mitt af mörk­um á vett­vangi Thor­vald­sens­fé­lags­ins sem sinn­ir mik­il­vægu mannúðar­starfi hér í borg­inni. Það gef­ur mér mikið að sinna þess­um verk­efn­um í sam­fé­lagi við all­ar þær góðu kon­ur sem marg­ar hverj­ar hafa verið þátt­tak­end­ur í því miklu leng­ur en ég.“

Hún seg­ist ekki hafa hug á því að breyta um stefnu og taka að fjár­festa í ís­lensku at­vinnu­lífi á næst­unni.

„Ég hef ekki hug á því og mín skoðun hef­ur ekk­ert breyst að því leyti að ég tel ekki heppi­legt að standa í því á meðan Sig­mund­ur er á sviði stjórn­mál­anna. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður svo bara að koma í ljós. Ég er reynd­ar í einu verk­efni hér heima sem kannski má kalla fyrstu fjár­fest­ing­una mína á Íslandi en það er fyr­ir­tæki sem snýst um skart­gripa­hönn­un. Þar er ég inni sem fjár­fest­ir ásamt frá­bærri lista­konu sem ég held að muni gera góða hluti á kom­andi árum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert