Bónusgreiðslur Kaupþings samþykktar

Starfsmennirnir munu fá samtals 1,5 milljarða í bónusa.
Starfsmennirnir munu fá samtals 1,5 milljarða í bónusa. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Aðal­fund­ur eign­ar­halds­fé­lags Kaupþings samþykkti til­lögu um bón­us­greiðslur til tutt­ugu starfs­manna fé­lags­ins á fundi sín­um á Hilt­on Nordica hót­eli nú rétt í þessu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is var til­lag­an samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða.

Til­lag­an geng­ur út á að tutt­ugu starfs­menn fái greidda kaupauka upp á tæp­lega 1,5 millj­arð króna sam­an­lagt.

Að stóru leyti er um að ræða sömu starfs­menn og þegar hafa fengið greidda tugi millj­óna króna í kaupauka vegna nauðasamn­inga Kaupþings um síðustu ára­mót. Starfs­menn­irn­ir eiga í vænd­um enn frek­ari greiðslur tak­ist að há­marka virði óseldra eigna fé­lags­ins og þar með end­ur­heimt­ur. Í sum­um til­fell­um geta starfs­menn fengið um og yfir 100 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert