Aðalfundur eignarhaldsfélags Kaupþings samþykkti tillögu um bónusgreiðslur til tuttugu starfsmanna félagsins á fundi sínum á Hilton Nordica hóteli nú rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Tillagan gengur út á að tuttugu starfsmenn fái greidda kaupauka upp á tæplega 1,5 milljarð króna samanlagt.
Að stóru leyti er um að ræða sömu starfsmenn og þegar hafa fengið greidda tugi milljóna króna í kaupauka vegna nauðasamninga Kaupþings um síðustu áramót. Starfsmennirnir eiga í vændum enn frekari greiðslur takist að hámarka virði óseldra eigna félagsins og þar með endurheimtur. Í sumum tilfellum geta starfsmenn fengið um og yfir 100 milljónir króna.