Hafin er undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum.
„Nú þegar nýjasta uppgjör borgarinnar sýnir merki um viðsnúning er einmitt tækifærið til að standa vörð um skólakerfið. Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir á vef undirskriftasöfnunarinnar.
Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þrjú hundruð manns skrifað undir.
Mikill hiti var í leikskólastjórnendum er þeir afhentu Degi B. Eggertssyni borgarstjóra harðorða ályktun í Ráðhúsinu fyrir hádegi í dag.
Frétt mbl.is: Skora á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar