Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um mögulegt eldgos í Kötlu. Jarðskjálftahrina hófst í Kötluöskjunni í fyrrinótt en meðal þeirra voru skjálftar sem eru þeir stærstu sem mælst hafa í Mýrdalsjökli frá því að nútíma mælingar hófust.
Independent greinir frá því að síðasta stóra eldgos í Kötlu hafi verið 1918 og þá hafi fjallið spúð ösku í meira en fimm vikur.
CNN greinir frá því að Veðurstofa Íslands fylgist grannt með eldstöðinni, en báðir fjölmiðlarnir rifja upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010.
Frétt mbl.is: Sérfræðingar á leið að Múlakvísl
Frétt mbl.is: Jarðskjálftahrina í Kötluöskjunni