Foreldrar Nóa Hrafns, sem fæddist andvana í ársbyrjun 2015, hafa kært málið til lögreglu og fara þau fram á miska- og skaðabætur frá ríkinu vegna læknamistaka sem þau segja að hafi átt sér stað. Lögmaður þeirra lagði fram kæruna fyrir hönd foreldranna. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld.
Frétt mbl.is: Afstýra hefði mátt andláti ungbarns
Í gær sögðu foreldrarnir, þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson, frá málinu í Kastljósi, en rannsókn síðar meir leiddi meðal annars í ljós að meðgangan var eðlileg. Þá skoðaði landlæknir málið eftir kvörtun foreldranna og komst að þeirri niðurstöðu að vanræksla sérfræðilæknis og ljósmæðra hefðu verið ástæður andláts barnsins.
Var þar m.a. rætt við foreldra Nóa Hrafns, þau Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur og Karl Olgeir Olgeirsson. Segja þau meðgönguna hafa verið eðlilega og drenginn stóran. Rannsóknir eftir á hafi enn fremur leitt í ljós að hann var heilbrigður á meðgöngutímanum. Ýmis viðvörunarmerki, eða rauð flögg, voru hunsuð og foreldrunum sýnd ótilhlýðileg framkoma. Þau fengu ekki að hitta lækni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var fæðingin ekki skilgreind sem áhættufæðing þrátt fyrir að Sigríður væri gengin tvær vikur fram yfir.