Flugvallarmálið upp úr skotgröfum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að bréf innanríkisráðherra til sín í vikunni sé fyrsta bréfið sem ríkið sendi borginni til að eiga í formlegum viðræðum um flugvöllinn. Segir hann það því sæta tíðindum. Segist hann telja bréf ráðherra jákvætt. Þetta kemur fram í vikulegum pósti borgarstjóra.

Segist Dagur ætla að leggja bréfið fyrir í borgarráði í næstu viku þar sem formleg afstaða verði tekin til þess. „En orð eru til alls fyrst og kannski er hér komin vísir að leið til að mjaka flugvallarmálinu upp úr þeim skotgröfum sem því hefur allt oft verið kyrfilega komið fyrir í undanfarin ár og áratugi,“ segir Dagur.

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert