Mikil ánægja með sumarfrí og sumarveður

Menn eru almennt sammála um að sumarið hafi verið gott.
Menn eru almennt sammála um að sumarið hafi verið gott. mbl.is/Ófeigur

Mikill meirihluti Íslendinga var ánægður með sumarveðrið í ár, eða 94% svarenda í könnun MMR. Þá voru 89% svarenda ánægð með sumarfríið sitt. Þetta er mesta ánægja sem mælst hefur með sumarveðrið síðan 2010, en þá sögðu 95% svarenda að þeir væru ánægðir með sumarveðrið. Til samanburðar voru innan við 50% ánægðir með veðrið sumrin 2013 og 2014.

Íbúar höfuðborgarinnar voru ánægðari en íbúar landsbyggðarinnar með veðrið. 96% svarenda í höfuðborginni voru ánægð á móti 90% á landsbyggðinni.

Ánægja með sumarfrí á árunum 2010 til 2016 hefur sveiflast mun minna en ánægjan með sumarveðrið. Öll árin hefur ánægjan verið á bilinu 87 til 91% meðal svarenda í könnun MMR.

Úrtak MMR var 949 einstaklingar eldri en 18 ára í álitsgjafahópi MMR. Könnunin var framkvæmd 22. ágúst til 29. ágúst. Vikmörk miðað við 1.000 svarendur getur verið allt að 3,1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert