Úthverfabretar táruðust af gleði

Ljósmyndari mbl.is myndaði fyrstu norðurljós vetrarins á miðvikudaginn var.
Ljósmyndari mbl.is myndaði fyrstu norðurljós vetrarins á miðvikudaginn var. mbl.is/Golli

Ferðamennska tengd norður­ljós­un­um er meðal þeirra þátta sem hafa lengt ferðamanna­tíma­bilið. Þúsund­ir ferðamanna fara í norður­ljósa­ferðir dag hvern og seg­ir Ein­ar Bárðar­son, rekstr­ar­stjóri Reykja­vík Excursi­ons, ferðaskrif­stofu Kynn­is­ferða sem fóru í fyrstu norður­ljósa­ferð vetr­ar­ins um síðustu helgi, að ferðamenn alls staðar að úr heim­in­um verði fyr­ir því sem líkja mætti við trú­ar­lega upp­lif­un þegar þeir berja norður­ljós­in aug­um.

„Ég hef meira að segja verið í ferð með grjót­hörðum út­hverfa-Bret­um sem táruðust af gleði. Þetta er svo mikið sjón­arspil þegar þú ert kom­inn langt út fyr­ir alla ljós­meng­un,” seg­ir Ein­ar á léttu nót­un­um.

Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions, ferðaskrifstofu Kynnisferða.
Ein­ar Bárðar­son, rekstr­ar­stjóri Reykja­vík Excursi­ons, ferðaskrif­stofu Kynn­is­ferða. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Straum­ur ferðamanna hingað til lands hef­ur á liðnum árum auk­ist hlut­falls­lega meira yfir þá mánuði sem flokk­ast ekki til há­sum­ars. Þannig fækkaði ferðamönn­um um rúm 40 pró­sent á milli ág­úst og sept­em­ber árið 2002 sam­an­borið við 27 pró­senta fækk­un á síðasta ári skv. töl­um Hag­stof­unn­ar.

Auk norður­ljósa­ferða rútu­fyr­ir­tækj­anna er boðið upp á báts­ferðir dag­lega frá Reykja­vík­ur­höfn til þess að skoða norður­ljós­in og ýmis fyr­ir­tæki gera út einka­t­úra eða norður­ljósa­ferðir á breytt­um bíl­um.

Á þriðja tug bíla þegar mest læt­ur

Ein­ar seg­ir að þegar mest læt­ur fari Kynn­is­ferðir með á þriðja tug bíla á einu kvöldi í norður­ljósa­ferðir „en ann­ars er ekki til neitt sem heit­ir eðli­legt kvöld í norður­ljós­um svo það get­ur verið all­ur gang­ur á þessu,” seg­ir Ein­ar en Kynn­is­ferðir er í heild­ina með yfir 100 hóp­ferðabíla. Tugþúsund­ir ferðamanna fóru með fyr­ir­tæk­inu í norður­ljósa­ferðir á síðasta ári, en farþega­fjöldi fyr­ir­tæk­is­ins árið 2015 í heild­ina, þ.e. í öll­um túr­um og ferðum Kynn­is­ferða, voru 1,1 millj­ón tals­ins.

„Það hef­ur gengið mjög vel í ferðum okk­ar síðan við byrjuðum,” seg­ir Ein­ar spurður um ár­ang­ur­inn í fyrstu ferðum tíma­bils­ins. „Borg­ar­bú­ar hafa nú séð það síðustu tvö kvöld, stór­kost­leg ljós. Það er óhætt að segja að norður­ljósa­tíma­bilið byrji með lát­um,” seg­ir Ein­ar. Hann seg­ir þá ferðamenn sem hafa sótt í ferðirn­ar und­an­farna daga vera svo­kallaða  sum­ar­gesti sem fái norður­ljós síðla sum­ars í bón­us. Eig­in­leg­ir norður­ljósa-ferðamenn, sem koma hingað til lands í vetr­ar­frí­inu til að sjá norður­ljós­in, eru seinna á ferðinni. Frá októ­ber­byrj­un fram að pásk­um að sögn Ein­ars.

Mik­il þekk­ing orðin til hjá starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins

Að sögn Ein­ars hef­ur orðið til mik­il þekk­ing inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Á hverj­um degi þurfi að meta veður­skil­yrði, rýna í veður­spár og skoða gögn Geim­vís­inda­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna um sólgos sól­ar­hring­ana á und­an áður en haldið er á norður­ljósa­veiðar. „Hjá okk­ur er mik­il reynsla og við höf­um mikið af reynd­um bíl­stjór­um og reyndu fólki í þessu,” seg­ir Ein­ar. „Þegar menn koma að borðinu og ákveða hvert eigi að keyra og hvort það eigi að fara, þá eru ár­hundruð af sam­an­lagðri reynslu sem koma sam­an við borðið,” seg­ir Ein­ar og bæt­ir við að á end­an­um sé það sérþekk­ing starfs­fólks­ins sem nýt­ist þegar vega þurfi og meta hvert eigi að fara miðað við all­ar þess­ar upp­lýs­ing­ar.

Hann seg­ir norður­ljós­in vera hent­ug upp á það að gera að Íslend­ing­ar séu flest­ir heima hjá sér, ný­bún­ir að horfa á sjón­varps­frétt­ir, þegar ferðamenn­irn­ir streyma á vegi lands­ins í von um að sjá norður­ljós­in. Þannig hafi þessi teg­und ferðamennsku sára­lít­il áhrif á nærsam­fé­lagið.

Ein­ar seg­ir vert að halda því til haga að norður­ljós­in hafi ekk­ert með kulda að gera líkt og marg­ir halda. „Hita­stig er al­gjör­lega óháð þessu, það sem menn kalla haust- og vor­jafn­dæg­ur er ekki síðra tíma­bil en há­vet­ur. Við tengj­um norður­ljós­in við myrk­ur og myrkrið við kulda,” seg­ir Ein­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert