Lífríki Mývatns tekur við sér

Frá Mývatni.
Frá Mývatni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Niður­sveifl­unni í líf­ríki Mý­vatns er lokið og finn­ast nú litl­ir kúlu­skíts­hnoðrar, sil­ung­ur veiðist að nýju, jafn­vel bleikja sem hef­ur verið friðuð í nokk­ur ár, og flug­an hef­ur angrað gesti sem aldrei fyrr.

Sveifl­urn­ar í líf­ríki vatns­ins eru þekkt­ar en sú breyt­ing sem vís­inda­menn rann­saka nú er að vatnið nær ekki að hreinsa sig og verða tært að nýju líkt og áður.

Árni Ein­ars­son, for­stöðumaður Nátt­úru­rann­sókna­stöðvar­inn­ar við Mý­vatn, seg­ir í Morg­un­blaðinuí dag, að sveifl­an í líf­ríki vatns­ins sé þekkt en lægðin hafi verið djúp und­an­far­in tvö ár. „Þegar líf­ríki fer upp úr lægðinni er það innifalið að allt lifni við þó að kúlu­skít­ur­inn sé ekki kom­inn í þeirri mynd sem við þekkj­um. Hann var aldrei út­dauður, það viss­um við, en það sem fannst í vor var lítið og ekk­ert sem bend­ir til að sá stóri sé að koma aft­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka