Nýr Arnarnesvegur á áætlun

Framkvæmdum við Arnarnesveg miðar.
Framkvæmdum við Arnarnesveg miðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna við lagningu Arnarnesvegar á milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar gengur vel að sögn Guðmundar Ólafssonar, verkefnisstjóra hjá Suðurverki.

„Einhverjar tafir hafa verið en ekki teljandi og vegurinn verður opnaður fyrir umferð á fyrstu dögum októbermánaðar,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag.

Tvenn undirgöng verða á svæðinu, undir Reykjanesbraut og við Þorrasali. Einnig göngubrú sem verður til móts við kirkjugarðinn í Kópavogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert