Í heild fékk Birgitta Jónsdóttir 672 atkvæði í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu af 1.034 sem kusu. Þar af fékk hún 160 í 1. sætið eða 15,5%.
Kosningin var rafræn og var kosið eftir Schulze-aðferð sem leiðir til þess að sá sem er oftast valinn fram yfir alla aðra frambjóðendur er líklegastur til þess að lenda í efsta sæti. Niðurstöður um atkvæðaskipti úr prófkjörinu hafa verið birtar á kosningavef Pírata.
Þar má sjá að algengt var að kjörseðill innihéldi einn frambjóðanda. Sú var raunin á 81 kjörseðli eða á 7,8% kjörseðla, að því er fram kemur í umfjöllun um prófkjörið í Morgublaðinu ídag.