Óska eftir áliti vegna máls Macchiarini

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir áliti frá Embætti landlæknis og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands vegna tengsla Landspítalans við mál ít­alska skurðlækn­is­ins Paolo Macchi­ar­ini.

Hann fram­kvæmdi aðgerð á Karólínska sjúkrahúsinu árið 2011 þar sem plast­barki var grædd­ur í And­emariam Tek­les­en­bet Beyene. Beyene var á þess­um tíma í meist­ara­námi í jarðeðlis­fræði hér á landi og tengjast tveir íslenskir læknar aðgerðinni. Beyene lést tveimur árum eftir aðgerðina. 

Sjá frétt mbl.is: Saksóknari rannsakar barkaígræðslu

„Okkur barst erindi frá heilbrigðisráðherra um hvort við sæjum forsendur fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á málinu. Í kjölfarið fengum við ráðuneytið á okkar fund,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við mbl.is.

Fundurinn fór fram 12. ágúst þar sem fulltrúar heil­brigðisráðuneyt­is­ins fóru yfir rök­stuðning fyr­ir því hvort skipa ætti rann­sókn­ar­nefnd til þess að fara yfir hugs­an­lega aðkomu Íslend­inga að svo­nefndu plast­barka­mál­i sem hef­ur verið til rann­sókn­ar í Svíþjóð.

„Eftir þennan fund var sú ákvörðun tekin að við myndum vilja heyra sjónarmið landlæknisembættisins, sem hefur aðhalds- og eftirlitshlutverki að gegna gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Einnig viljum við fá fund með Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Þetta eru næstu skref okkar í málinu,“ segir Ögmundur.  

Formlegum fundum hefur hins vegar ekki verið komið á. „Við höfum haft mjög mikið á okkar könnu á þessum haustdögum. Það hefur verið ákveðið að leita til þessara aðila og þeir munu koma á fund hjá okkur eins fljótt og kostur er,“ segir Ögmundur.

Óljóst hvaða áhrif niðurstöður rannsóknar hafa á málið á Íslandi

Sænsk stjórn­völd leystu í gær stjórn Karólínsku stofn­un­ar­inn­ar í Svíþjóð frá störf­um eft­ir að rann­sókn leiddi í ljós að hún hefði sýnt van­rækslu er hún réð skurðlækn­inn Paolo Macchi­ar­ini til starfa og leyfði hon­um að gera aðgerðir á sjúk­ling­um. Þá hafa tveir fyrrverandi rektorar við Karólínska há­skól­ann í Stokk­hólmi verið reknir úr sænsku nó­bels­nefnd­inni vegna tengsla þeirra við málið.

Ögmundur gat ekki tjáð sig um hvort nýlegar uppsagnir hefðu áhrif á ferli málsins hér á landi. „Við munum stíga varlega til jarðar í þessum málum en mjög markvisst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert