Spyr út í málefni transbarna

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna.
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra um stefnu hans í málefnum trans- og intersex-barna.

Þar spyr Svandís hvort einhverjar ráðstafanir hafi verið gerðar, og þá hverjar, til að tryggja stöðu transbarna, m.a. með því að fræða kennara og annað starfsfólk skólakerfisins um málefni þeirra.

Einnig spyr hún hvort ráðherra hafi aflað upplýsinga um stöðu transbarna í skólum og hvernig leik- og grunnskólar taki á móti transbörnum.

„Er sérstaklega gert ráð fyrir hinsegin börnum í aðgerðaáætlunum gegn einelti í skólum og er einhver stefna fyrir hendi varðandi andlega heilsu og félagslega stöðu hinsegin barna?“ segir einnig í fyrirspurninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert