Bieber byrjaði á slaginu

„What's up Reykjavík?“ sagði Justin Bieber þegar hann steig á svið í Kórnum í Kópavogi. Hann lét æsta aðdáendur ekki bíða lengi eftir sér og hóf tónleikana á slaginu 20.30 líkt og dagskrá gerði ráð fyrir en hann opnaði tónleikana með lögunum „Mark my words“ og „Where are u now.“

Eins og nafni hans Justin Timberlake, sem kom fram á tónleikum í Kórnum árið 2014, virðist Bieber ekki hafa verið upplýstur um að hann væri staddur í öðru bæjarfélagi en Reykjavík.

Frétt mbl.is: Timberlake sprengdi skalann

Þessi smávægilega villa á staðháttum kemur þó vart að sök og verður honum líklega fyrirgefið enda ætlaði allt um koll að keyra þegar stjarnan mætti á sviðið en í meðfylgjandi myndbandi má heyra fagnaðarlætin þegar Bieber steig á svið.

Justin Bieber.
Justin Bieber. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert