Þúsundir íslenskra ungmenna, og eflaust einhverjir eldri, berja kanadíska ungstirnið Justin Bieber augum í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Nú er allt að fyllast í Kórnum en blaðamaður mbl.is er á svæðinu.
Löng röð byrjaði að myndaðist fyrir framan Kórinn klukkustundum áður en tónleikarnir hófust en var flæði gott inn í tónleikasalinn og virðist sem skipulag sé til fyrirmyndar. Upphitun er í fullum gangi en Sturla Atlas steig fyrst á svið við mikinn fögnuð viðstaddra. Sjálfur stígur Bieber á stokk klukkan 20:30 samkvæmt dagskrá.
Tónleikagestir og þeir sem heima sitja hafa sitt um stjörnuna að segja á Twitter.
Fans streaming in! (Via sena_island on IG) #PurposeTourIceland #jbiceland pic.twitter.com/dTI184j7Lx
— Purpose Tour Updates (@PurposeTourUD) September 8, 2016
Ég er ekki mikið Bieber fan en ef Zac Efron hefði lent í Rvk árið 2008 hefði ég sennilega líka reynt að klifra yfir grindverk
— Halla Berglind (@hallaberglind) September 7, 2016
Ég vildi ég elskaði sjálfa mig half as much og þessar stelpur elska Bieber.
— Sunna Mjöll (@sunnamjoll) September 7, 2016
SOS!! er einhver með auka linsupar í mínus einn í kórnum?????? #gefiðblindumsjón #justinbieber
— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) September 8, 2016
Vantar að kyssa eh sem byrjar á J, ætli ég verði heppin í kvöld #jbiceland pic.twitter.com/fKaE95ZRPp
— Airotkiv (@vittosol) September 8, 2016
Ísland er greinilega kona, Justin Bieber kemur og það byrjar að rigna
— Valþór Sverrisson (@ValliSverriss) September 8, 2016
Kynslóðin sem braut í sér tennurnar fyrir Björgvin Halldórsson fussar yfir þessum Bieber æsingi #jbiceland
— Erling Þór Birgisson (@erlingthor) September 8, 2016
Það eru allir í þessari röð 12 ára eða 45 ára. Nema ég.
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) September 8, 2016