BDSM-samtökin fengu hagsmunaaðild

Magnús Hákonarson, formaður BDSM Ísland.
Magnús Hákonarson, formaður BDSM Ísland.

BDSM-sam­tök­in hafa fengið hags­munaaðild að Sam­tök­un­um ´78. Kosið var um það á aðal­fundi Sam­tak­anna ´78.

Að sögn Magnús­ar Há­kon­ar­son­ar, for­manns BDSM-sam­tak­anna, þýðir þetta að sam­tök­in fá tvö sæti með til­lögu­rétt inn á trúnaðarráðsfundi en það eru ekki stjórn­ar­fund­ir.

Fé­lög­in eru því kom­in með form­leg­an sam­starfs­vett­vang til þess að tak­ast á við sam­eig­in­leg mál­efni. Ekki er um sam­ein­ingu fé­lag­anna að ræða.

„Það er alltaf ánægju­legt þegar niðurstaða kemst í mál,“ seg­ir Magnús. „Þetta er það sem búið er að stefna að und­an­farið. Þetta er end­ur­tekn­ing á síðustu tveim­ur at­kvæðagreiðslum í sjálfu sér.“

Kosið var um málið á aðal­fundi Sam­tak­anna ´78 í mars síðastliðnum en sá fund­ur var dæmd­ur ómark­tæk­ur. Aft­ur var kosið um það á fé­lags­fundi í apríl og var sá fund­ur einnig dæmd­ur ómark­tæk­ur. 

„Það hafa verið deil­ur inn­an Sam­tak­anna ´78 og þeir hóp­ar sam­mæld­ust um að ljúka þessu máli núna,“ grein­ir Magnús frá, en fé­lag­ar í BDSM-sam­tök­un­um eru um 45 tals­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert