BDSM-samtökin fengu hagsmunaaðild

Magnús Hákonarson, formaður BDSM Ísland.
Magnús Hákonarson, formaður BDSM Ísland.

BDSM-samtökin hafa fengið hagsmunaaðild að Samtökunum ´78. Kosið var um það á aðalfundi Samtakanna ´78.

Að sögn Magnúsar Hákonarsonar, formanns BDSM-samtakanna, þýðir þetta að samtökin fá tvö sæti með tillögurétt inn á trúnaðarráðsfundi en það eru ekki stjórnarfundir.

Félögin eru því komin með formlegan samstarfsvettvang til þess að takast á við sameiginleg málefni. Ekki er um sameiningu félaganna að ræða.

„Það er alltaf ánægjulegt þegar niðurstaða kemst í mál,“ segir Magnús. „Þetta er það sem búið er að stefna að undanfarið. Þetta er endurtekning á síðustu tveimur atkvæðagreiðslum í sjálfu sér.“

Kosið var um málið á aðalfundi Samtakanna ´78 í mars síðastliðnum en sá fundur var dæmdur ómarktækur. Aftur var kosið um það á félagsfundi í apríl og var sá fundur einnig dæmdur ómarktækur. 

„Það hafa verið deilur innan Samtakanna ´78 og þeir hópar sammældust um að ljúka þessu máli núna,“ greinir Magnús frá, en félagar í BDSM-samtökunum eru um 45 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka