Nýr fasi vonandi að hefjast

María Helga Guðmundsdóttir.
María Helga Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

María Helga Guðmunds­dótt­ir, ný­kjör­inn formaður Sam­tak­anna ´78, von­ast til að nýr fasi í starfi sam­tak­anna sé að hefjast. Tím­arn­ir und­an­farið hafi verið erfiðir.

María Helga bauð sig fram til for­manns á móti Krist­ínu Sæv­ars­dótt­ur og hlaut 184 at­kvæði á móti 152 hjá Krist­ínu. Bene­dikt Trausta­son var kjör­inn gjald­keri og Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir rit­ari.

Ákveðinn enda­punkt­ur

„Ég vissi að þetta yrði mjög fjöl­menn­ur fund­ur og að það væri eng­in leið að spá um það hvernig hann færi. En þetta myndi marka ákveðinn enda­punkt á ein­um fasa í starfi fé­lags­ins og upp­haf að nýj­um, sama hvernig færi,“ seg­ir María.

„Ég fagna því. Þetta hafa verið erfiðir tím­ar und­an­farið og það eru ábyggi­lega erfið verk­efni fyr­ir hönd­um en það er gott að hafa lokið þessu.“

Kaus með hags­munaaðild BDSM

Á aðal­fundi  í dag fengu BDSM-sam­tök­in hags­munaaðild að Sam­tök­un­um ´78 en deil­ur inn­an síðar­nefndu sam­tak­anna hafa verið áber­andi upp á síðkastið. María kveðst hafa kosið með hags­munaaðild BDSM-sam­tak­anna og seg­ist sátt við niður­stöðuna sem varð í því máli.

Frétt mbl.is: BDSM-sam­tök­in fengu aðild

Hún seg­ir að deil­urn­ar und­an­farna sex mánuði hafi undið upp á sig og snú­ist um annað og meira en BDSM-sam­tök­in. „Við höf­um talað um alls kon­ar þætti í starfi fé­lags­ins og upp­bygg­ingu þess sem eru BDSM-sam­tök­un­um al­gjör­lega óviðkom­andi. Þessi upp­runa­legi ágrein­ing­ur um hags­munaaðild­ina verður í raun­inni kveikj­an að því að fólk fer að tjá sig um ýmis mál sem hafa kannski ekki verið rædd nógu op­in­skátt hingað til,“ grein­ir hún frá.

Hef­ur sett starfið í mikið upp­nám

María tel­ur það að vissu leyti já­kvætt enda þurfi reglu­lega að fara fram sam­tal um starf­semi eins stórs og fjöl­breytts fé­lags og Sam­tök­in´78 eru.

„Fólk hef­ur verið á önd­verðum meiði um hver hafi umboð til að stýra fé­lag­inu. Það hef­ur sett allt starfið í mikið upp­nám og þetta gef­ur okk­ur ákveðna fót­festu. Ég lít alls ekki svo á að hér með sé kom­in end­an­leg niðurstaða í þau deilu­mál sem upp hafa komið. Þótt ég hafi ákveðnar skoðanir á ýms­um mál­um þá er það mitt hlut­verk og okk­ar sem stýr­um frjáls­um fé­laga­sam­tök­um að hafa mikið sam­ráð við fé­lag­ana um alls kyns mál og það er mark­miðið núna, að halda því áfram,“ seg­ir María.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert