Komu Óðni á lygnan sjó

Félagar í Hollvinasamtökum Óðins hreinsuðu meðal annars trédekk skipsins um …
Félagar í Hollvinasamtökum Óðins hreinsuðu meðal annars trédekk skipsins um helgina. ljósmyndari/Jón Kr. Friðgeirsson

Gamlir varðskipsmenn úr Hollvinasamtökum Óðins létu hendur standa fram úr ermum um helgina og kláraðu viðhald á skipinu fyrir veturinn. Óðinn er nú safngripur Sjóminjasafnsins. Safnstjórinn segir sjálfboðastarf varðskipsmannanna skipta sköpum. Þeir hafi komið Óðni á lygnan sjó fyrir veturinn.

Óðinn sigldi sína síðustu ferð árið 2006 en sama ár voru hollvinasamtök hans stofnuð. Árið 2008 var varðskipinu komið fyrir i Vesturbugt við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Í skipinu geta gestir kynnt sér björgunarsögu skipsins og sögu þorskastríðanna.

Hollvinasamtök Óðins hafa unnið með Sjóminjasafninu með styrk frá ríkinu að viðhaldi skipsins. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri, segir ekki einfalt mál að varðveita skip sem þetta sé enda sé það líklega allra stærsti safngripur landsins.

„Það óhætt að fullyrða að aðkoma hollvinasamtakanna sé lykilatriði í að góður árangur hefur náðst á þessu sviði og skiptir sköpum fyrir Sjóminjasafnið,“ segir hann.

Um helgina luku félagar í hollvinasamtökunum við síðustu verkin fyrir veturinn, viðgerð á þaki þyrluskýlis og hreinsun á trédekki.

Varðskipið Óðinn er 56 ára gamalt en það er nú …
Varðskipið Óðinn er 56 ára gamalt en það er nú safngripur á Sjóminjasafninu úti á Granda. ljósmynd/Jón Kr. Friðgeirsson
Sjálfboðaliðar skrúbba dekkin.
Sjálfboðaliðar skrúbba dekkin. ljósmynd/Jón Kr. Friðgeirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert