Langt seilst til að friða kröfuhafa

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, …
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, á fundinum með fjölmiðlum í dag þar sem skýrslan var kynnt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar seg­ir að út­gangspunkt­ur ís­lensku samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins í viðræðum við kröfu­hafa föllnu bank­ana hafi verið að „gefa sér fyr­ir­fram að neyðarlög­in myndu ekki halda fyr­ir dóm­stól­um“ og hafi því verið gengið mjög langt í að „friða kröfu­hafa gömlu bank­anna“. Rík­is­stjórn­in hafi ótt­ast að neyðarlög­in myndu ekki halda og notað það sem rétt­læt­ingu á gjörðum sín­um.

Þetta kem­ur fram í skýrslu meiri­hlut­ans um „seinni einka­væðingu bank­anna“, þ.e. þá sem átti sér stað eft­ir fjár­mála­hrunið. Í skýrsl­unni er m.a. vísað til fund­ar­gerðar stýr­i­n­efnd­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Hawkpo­int frá 20. mars 2009.

„Hr. [Guðmund­ur] Árna­son sagði það mik­il­vægt að viðhalda öguðum viðræðum við kröfu­haf­ana. Það þyrfti að vera sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur hver væri bær til að tala við hvern. Hann sagði það mik­il­vægt að trufla ekki sam­band skila­nefnd­anna og kröfu­haf­anna. Ríkið vill friðþægja kröfu­hafa eins og mögu­legt er,“ kem­ur t.a.m. fram í skýrsl­unni, en text­inn er þýðing á yf­ir­liti Guðmund­ar Árna­son­ar eft­ir fyrsta fund stýr­i­n­efnd­ar­inn­ar.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar, að síðasta rík­is­stjórn hafi látið spila með sig af ótta við mál­sókn á grunni neyðarlag­anna. Hún seg­ir að við lest­ur fund­ar­gerða og þeirra skjala sem lágu til grund­vall­ar skýrsl­unni hafi það verið gegn­um­gang­andi að rétt­læt­ing­in á gjörðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri ótti við að neyðarlög­in myndu ekki halda.

Hún seg­ir að rík­is­stjórn­in hefði átt að svara kröfu­höf­un­um með sama hætti og var gert með Ices­a­ve-samn­ing­ana. „Ég og fleiri þing­menn vor­um á því að Ices­a­ve-samn­ing­arn­ir væru ólögvar­in krafa. Á sama grunni hefði átt að svara hót­un­um kröfu­hafa um mál­sókn. Segja gjörið svo vel og farið í mál við ríkið í stað þess að leggj­ast á grúfu og gera það sem beðið var um,“ seg­ir Vig­dís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert